Jörð - 01.12.1931, Blaðsíða 67
Jörð] LEITIÐ GUÐS í EINVERU NATTÚRUNNAR
143
»Lyftu mér, faðir minn, hærra og hærra, hjarta mitt
vermdu með ilgeislum þínum. Láttu það verða æ færra
og færra, sem freistar og glepur í verkahring mínum.
Tendra í hjarta mér elskuna eilífu, alvaldi faðir, sem
skapaðir hímininn. Leið mig við hönd þér í ljósinu vax-
andi. Lát mig æ vera barnið þitt vaknandi.
Er augu mín horfa inn í himnanna himna: í heilagri
lotning þér líf mitt ég vígi, af sól þinni læri ég að sigra
og elska,-----sendu mér Guð þína eilífu speki«.
Skapari himnanna, konungur á hæðum. Bænheyr oss i
Jesú nafni. Amen.
.■
Lesið pið
»Þ ö It F I N að afkvista«, fyri'rlestur, er sr. Björn B.
Jónsson, D. D., flutti á þingi »Hins evangelíska lúterslca
lcirkjufélags íslendinga í Vesturheimú, og birt er í mán-
aðarriti þess »Sameiningunni« í júní-hefti þ. á. I fyrir-
lestri þessum talar glöggskyggn og einarður, kristinn nú-
tímamaður um hlutverk og fyrirkomulag kirkjunnar í
nánustu framtíð; málefni, sem mörgum er mjög óljóst. í
voru eigin landi má heita, að messusókn sveitanna, er þeg-
ar stóð höllum fæti, riði nú við, er útvarpsmessurnar hafa
komið til sögunnar. Margur hyggur að þær nægi, en sum-
ir að jafnvel þeim sé ofaukið. Allir, sem trú hafa á til-
verurétti kirkjunnar eða von um hann, hljóta hvað af
hverju að taka málefni hennar til róttækrar og hreinskil-
innar íhugunar — og er raunar þegar aðkallandi. »Jörð«
myndi taka þakksamlega umræðum, helzt »leikmanna«
um þetta mikilsvarðanda mál. —
Lesið »Sameininguna«; kaupið hana, því hún er út-
vörður íslenzkrar menningar og kristni. Andleg viðskifti
íslendinga heima og vestan hafs auðga íslenzkt þjóðlíf.