Jörð - 01.12.1931, Page 68
144
LÆKNISDÓMUR NÁTTÚRUNNAR
[Jörð
Læknisdómur náttúrunnar.
Berklar láta undan síga.
I.
(Útdráttur úr grein eftir hinn fræga, danska lækni M. Hindhede,
er birtist í blaðinu »Politiken« 20. sept. 1929).
M A Ð U R nokkur er nefndur Adolf Júst; bóksali í
Þýzkalandi. Um 1890 var hann gerþrotinn að heilsu; olli
því óviðráðanlegur taugakvilli. Frægustu læknar gátu
honum ekkert. Bar það þá til, að athygli hans dróst
að hreysti villidýra og frumstæðra þjóða, og tók hann að
íhuga lífernisháttu þeirra. Komst þá að þeirri niðurstöðu,
að taugafaraldur sá, er auðkennir vora tíma, og öll sú
vesöld, sem faraldri þeim er samfara, muni ávöxtur
lífernishátta, er skapast hafa með menningarþjóðunum
smámsaman við vaxandi skilningsleysi þeirra á nauðsyn
náins sambands við náttúruna. »Snúum við — tU náttúr-
unnar«, varð nú heróp hans, og því samkvæmt gerbreytti
hann lífernisháttum. úti í skógi kom hann sér upp lauf-
skála, er um blésu allir vindar. Þar hafði hann nætur-
stað. Atvinnu sína stundaði hann sem áður í borginni, og
gekk á milli. Morgnana byrjaði hann með því að hlaupa
alisnakinn um skóginn, eftir að hafa baðað sig í köldu
vatni eða velt sér upp úr snjó. Til matar hafði hann
mestmegnis aldini og hráar jurtir ásamt óflóaðri mjólk
og brauði. Árangurinn varð — algerður bati. — »Villi-
maðurinn« vakti eftirtekt; blöðin hæddust að honum;
varð hann þannig kunnur um endilangt Þýzkaland. En
vesalingarnir, sem læknar voru gengnir frá eða héldu
uppi á tálvonum — þeir leituðu sumir hverjir til hans.
Hvað er það, sem slíkir menn reyna ekki!
Nú er heilsuhæli Jústs búið að starfa í 33 ár. Liggur
undir það víðáttumikið land: lystigarðar fyrir karla eina,
konur einar, og bæði kyn sameiginlega; sofið er í opnum
kofum. Kl. 6 á morgnana er farið á fætur, beint í kalt
bað, og því næst út á grasflöt, þar sem i'ara fram sam-