Jörð - 01.12.1931, Page 69
Jörð]
LÆKNISDÓMUR NÁTTÚRUNNAR
145
eiginlegar líkamsæfingar í þrjá stundarfjórðunga; allur
hópurinn nakinn; þó að lofthitinn sé aðeins 5 stig, þá er
það látið einu skifta; hreyfingin talin nægileg til hita.
Að því búnu gengið röskan um skóginn í syngjandi fylk-
ingu, og loks knattleikur; allt klæðlaust. Kl. 8 er neytt
morgunverðar. Eftir það líður dagurinn við frjálsar
skógargöngur — þá í venjulegum fötum — og »paradís-
arlíf« í lystigörðunum.
Mataræði. Meginreglan er: hrár matur, lcetlaus og salt-
laus. Máltíðirnar þrjár og hefjast allar með því, að neytt
er ýmiskonar aldina, eftir því sem menn hafa lyst á. Þá er
framreitt soðið grænmeti og óflóuð mjólk, venjulega súr.
Auk þess notað »kjarna«-brauð úr hveiti1) og smér með;
en öðru hvoru soðnar kartöflur og soðið grænmeti. Sumir
látnir fasta meira eða minna. Matarsalt er eklci haft um
hönd; talið til eiturteguncta. Ekki er heldur notaður
venjulegur sykur (melís og þess háttar), heldur hunang,
. »óhreinsað« sýróp og »hrásykur«.
Sama aðferð, að kalla má, er notuð við alla, hvað sem
að þeim er. Liggur því til grundvallar sú skoðun, að ekk-
ert (svo að segja) bíti á hraustan mann; en hraustur sé
maðurinn að náttúrunni, lifi hann lögum hennar sam-
ræmt. Er því um það eitt hugsað, að endurreisa náttúr-
lega hreysti mannsins með því að samræma lífernisháttu
hans sem bezt því, sem náttúrlegt er talið. Kvað reyndin
hafa orðið sú, að flestum batnar vel; jafnvel fjölda sjúk-
linga, sem taldir hafa verið ólæknandi. Þess er þó að
gæta, að heilsuhælið tekur ekki við sjúklingum með næma
veiki, né mönnum, er þjást af sykursýki á háu stigi eða
krabbameini; ekki eru heldur teknir sjúklingar, er óhjá-
kvæmilega verða að liggja í rúminu.
Menn kunna yfirleitt framúrskarandi vel við sig á
heilsuhæli þessu. Líkamleg vellíðun er einstök og eftir því
U »Gi'ahamsbrauð« stendur í g'rein Hindhedes. Kjarnabrauð köllum
vér hverskonai' brauð, sem gert er úr méli, er innilieldur tina-
hýðið, en við það eru öll dýrmætari efni kornmatar bundin.
»Fípn« mél- og kornmatur er sviftur hýðinu við mölunina, svo
sem venjulegt hveitimél, hrísgrjón og sagógrjón.