Jörð - 01.12.1931, Page 70
146 LÆKNISDÓMUR NÁTTÚRUNNAR [Jörð
er skapið: alveg óviðjafnanlegt. Verða menn sem börn
að nýju.
II.
FLEIRI eru brautryðjendur í Þýzkalandi hinnar
náttúrlegu aðferðar til lækningar, aðrir en Júst. Er þar
einna fremstan að telja lækni, er Gerson heitir. Hefir
hann um árabil haldið uppi lækningastofnun,1) þar sem
hann notar svipað mataræði og Júst. Lengi vel kímdu
stéttarbræður hans að honum; og það el<ki síður fyrir
því, þó að hann teldi árangur sinn glæsilegan. Varð eng-
inn vísindamaður til að athuga þetta nánar, unz sérstök
atvik urðu þess valdandi, að merkur og viðurkenndur
prófessor, Sauerbnœh (frb. sáerbrúgh) að nafni, heim-
sótti Gerson á lækningastofnun hans ásamt samverka-
manni sínum, Hermannsdorfer. Urðu þeir gagnteknir af
því, er fyrir þá bar, og komu nú á samskonar mataræði
á sinni eigin lækningastofnun í Múnchen2) (frb. mun-
hjen); héldu þó til málamiðlunar litlu einu af keti (/2 kg.
á viku), og fóru yfirleitt öllu vægara í sakirnar en Ger-
son. Láta þeir félagar óspart neyta smérs, en hafa það
ósaltað; 1—1/2 1. af mjólk á dag (Gerson notaði V*2 1.) ;
lítils eins af brauði, grautum, sykri og kartöflum; en að-
almaturinn eru aldini, grænmeti og annar þess kyns
garðamatur; ósoðið allt saman, þegar þess er kostur;
annars lítils háttar gufusoðið; eru þá sölt og fjörefni í
aldinum og jurtum óskert. Auk þess láta sumir taka inn
þrisvar á dag eftir mat kúfaða teskeið af »Míneralógen«
(frb. með hörðu »g«-hljóði); er það blanda úr 10 stein-
söltum, ákveðin af Gerson. Matarsalt alls ekki notað utan
þess, sem er í fæðutegundunum, eins og þær koma fyrir
í náttúrunni. — Mataræði þetta hefir nú um fjögurra
ára skeið verið notað í lækningastofnunum víðsvegar um
Þýzkaland, og reynzt undursamlega áhrifamikið við
1) Orðið »lækningastofnun« er hér notað til að þýða erlenda orðið
»klíník«.
2) Miinchen er höfuðborg Bæjarafylkis í Þýzkalandi. Mikil menn-
ingarmiðstöð; stór borg og glæsileg.