Jörð - 01.12.1931, Síða 72
148 LÆKNISDÓMUR NÁTTÚRUNNAR [Jörð
að rekja til mataræðis þess, sem talið hefir verið sjálf-
sagður liður í lifnaðarháttum menntaðra manna, og jafnt
ungu stúlkurnar okkar, sem þeir, er fyrir þeim eiga að
sjá, hafa álitið svo eftirsóknarvert, að þær lærðu í sem
flestum og flóknustum aðferðum, áður en þær tækju að
matreiða í bónda og börn. En allraverst tel ég hið óhóf-
lega ketát«.
III.
M. EÉINDHEDE læknir er heimskunnur fyrir
rannsóknir sínar á mataræði og baráttu sína gegn ketáti.
Hæddust Danir mjög að þessum landa sínum framan af,
en nú hefir hann öðlast viðurkenningu þeirra sem ann-
ara þjóða. Tekið skal fram til vonar og vara vegna les-
enda vorra, að vér þorum ekkert að fullyrða að svo stöddu
um réttmæti skoðana hans á keti; munu þær að vísu væg-
ari orðnar nokkuru en var í öndverðu. Og er líklegt, að
nú orðið fari hann sanni nær um það efni, er hann for-
dæmir ekki mjög takmarkaða ketneyzlu.
í fyrra vor skýrði Hindhede frá áframhaldi sögu
Gersonsfæðis í sama danska blaði, »Politiken«. Um
þær mundir voru fleiri, er rituðu um málið í sama blað.
Var það í tilefni af alþjóðafundi, er heilbrigðisstjórn
Þýzkalands kvaddi til, vegna málefnis þessa. Fundinn
sótti nokkur hundruð vísindamanna og samþykkti hann
yfirlýsingu þess efnis, að Gersonsfæði bætti undantekn-
ingarlaust meira eba minna hörundsberkla og beinar
berkla, en 75% hmgnaberkla-tilfelUi.
Annars hefir Gersonsfæði bæði fyr og seinna verið not-
að við marga aðra langvinna sjúkdóma og kvilla, svo sem
liðagigt; og, að því er sagt er, með góðum, jafnvel ágæt-
um árangri. Að lokum skal undirstrikað á ný, að ÓSOÐ-
IÐ GRÆNMETI er stofninn i Gersonsfæði og jafnframt
bent á, að beztu og mes1 notuðu grænmetistegundimar
eru svo auðræktaðar á landi hér sem garðávöxtur má
framast verða.