Jörð - 01.12.1931, Síða 73
Jörð]
ALHÆFING MATARÆÐIS Á ÍSLANDI
14!) /
Alhæfing mataræðis á Islandi.
i.
LESENDUR 1. heftis »Jarðar« minnast þess vænt-
anlega, að þar var minnst á alliæfing mataræðis, hversu
nauðsynleg hún sé heilsu manna og hreysti. Verður nú
rætt lítið eitt nánar um, hversu mataræði meigi alhæfa
á landi hér. Er það málefni, sem tekur að vísu til allra,
en þó fyrst og fremst forráðamanna heimila, mötuneyta
og — ríkisins. Og svo auðvitað skóla; kvennaskóla um
fram allt.
Þ Á ER mál þetta er rætt í nokkurri heild, verður
l'yrst að gera glöggan greinarmun mataræðisins yfirleitt
og einstakra máltíða. Er hið fyrgreinda mikilvægara
miklu: að gæta þess, að hver meðlimur heimilis eða mötu-
neytis hljóti yfirleitt í hlut sinn nægilegan eða helzt ríf-
legan skammt af matarefnum þeim, sem nauðsynleg eru
líkamanum og helzt ástæða til að óttast, að verði út und-
an. Eru það venjulega fjörefnin, steinefnin, vatn og úr-
gangsefni. Er liúsbændmn vitanlega skylt að vita sæmi-
lega skil á mismun algengra fæðutegunda að því, er
snertir innihald þessara efna, úr því að þekking á því er
aðgengileg að verða almenningi.
Aiinað mál sem sagt, og að miklum mun minna um
vert, er alhæfing einstakra máltíða. Gerir það skiljanlega
ekki mikið til, þó að ekki sé hver máltíð fyllilega alhæf
út af fyrir sig; og þó tvímælalaust að gagni að gæta
nokkurrar reglu um það; enda í því efni nokkur sérstök
atriði, sem talin eru nokkurn veginn fastar vísindalegar
niðurstöður, er sjálfsagt sé að taka tillit til. Og verður
ekki farið nánar út í það í þessari grein.
Skal þá snúið sér að þvi að ræða hið fyrtalda og meira:
alhæfing mataræðis yfirleitt.
Matarefnum öllum má skifta í 7 höfuðflokka:
holdgjafa (öðru nafni: eggjahvítuefni),