Jörð - 01.12.1931, Qupperneq 74
150
ALHÆFING MATARÆÐIS A ÍSLANDI
[Jörð
feiti,
kolvetni,
steinefni (sölt),
fjörefni (öðru nafni: bætiefni),
vatn,
úrgangsefni.
Vatns og úrgangsefna mun ekki hafa verið getið í
grein þeirri, sem drepið var á í upphafi þessa máls. Vatn
er vitahlega lögur sá, sem öll efni önnur, er um líkamann
berast, hvort heldur er ósýnilega stutt eða tiltölulega
langt, eru uppleyst í. Mun þó enganveginn algengt, að
menn láti í sig svo mikið vatn, hvort heldur er í mat eða
drykk, sem gagnlegast væri. Hitt kemur þó væntanlega
einhverjum óvarara, að úrgangsefni séu nauðsynleg lík-
amanum. Liggur það í því, að þarmarnir þurfa hæfilegr-
ar fyllingar við, bæði að fyrirferð og viðkomu, til þess að
hreyfingar þeirra hafi slíka örvun, að missi ekki fjör og
þrótt. Þegar það kemur fyrir, sem ósjaldan ber við, eink-
um þegar um kyrrsetumenn er að ræða eða fólk, sem ald-
ur færist yfir, þá stafar af því hægðatregða, lystarsljófg-
un og yfirleitt meiri eða minni lömun lífsstarfseminnar í
líkamanum — hægfara eitrun — hrörnun — kvilli —
sjúkdómar — elli — allt eftir ástæðum.
Skal nú einnig stuttlega rifjað upp, hver séu hin önnur
og jákveðnari hlutverk fæðu.
1. Uvpbyguing og endurnýjwn líkamans. Efni til þess
leggja einkum holdgjafi og steinefni. Auk þess fitur og
kolvetni, sem mynda líkamsfituna. Er venjulega meiri
hætta á, að hún verði um of heldur en van.
2. Upphitun Wcamans og vinna. Er þar um nokkurskon-
ar eldsneytisþörf að ræða. Fitur eru til þeirra hluta tví-
gildar á móti kolvetnum og holdgjafa. önnur efni koma
ekki til greina. Bezt, enda algengast, að leggja mesta á-
herzlu á kolvetnin í þessu sambandi.
3. Ekkert af þessu kemst í framkvæmd, nema uppleyst
sé í vatni, sem fyr segir, og leiki um efnin nokkurs konar
stjómandi efni, fjörefnin svonefnd; en einnig steinefnin