Jörð - 01.12.1931, Blaðsíða 76
152
ALHÆFING MATARÆÐIS Á ISLANDI
[Jörð
yfirleitt, þá á það eðlilega sammerkt við mataræði allra
landa í því, að þekking á þessum efnum, sem er ný mjög,
er ekki almennt útbreidd, og alhæfing mataræðis því yf-
irleitt talsvert áfátt. Hefir mataræði allra landa og versn-
aö til muna á seinni áratugum við það, að notkun »búðar-
matar« hefir farið í vöxt, en.hann jafnframt versnað frá
réttu sjónarmiði skoðað. Eru í honum fjörefnin mikið til
eyðilögð, að sumu leyti við 'geymslu, en þó enn þá fremur
við »hvítun« mélvöru og sykurs. Var tekið upp á því á
meðan vísindaleg þekking á manneldi var lítil sem engin
og mest hugsað um, hvað »fínt« væri og létt í úrkynjaða
maga, — að taka allt úr náttúrlegu hveiti, hrísgrjónum,
sykri o. s. fr,v., sem ekki var hvítt á litinn, áður en látið
var í verzlunina; og vissu menn þá eigi, sem var, að þar
með var öllum dýrmætustu efnum svift í burtu. Áður fyr,
á meðan menn voru stundum svangir hér á landi, m. ö. o.
í uppvexti eldri manna, sem nú eru, þá voru næringar-
efnin talsvert fjölhæfari en nú gerist. Mun það hafa átt
sinn þátt í tiltölulega góðri heilsu og hreysti þeirra, sem
á annað borð komust af barnsaldri. En barnadauði var
fyrrum miklu meiri en nú, svo sem kunnugt er; og voru
til þess ýmsar orsakir, er ekki koma allar þessu máli við.
Mataræði íslendinga nú hefir einkum þessa kostí:
1) Mjólkurneyzla og mjólkurafurðá er í bærilegu lagi.
2) Nýr fiskur nokkuð víða algengur; jafnframt nokkur
neyzla fiskilifrar og lýsis. 3) Talsvert etið af garðamat
sunnanlands. 4) Rúgbrauð og hafragi’autur meðal helztu
fæðutegunda um land allt. Eru þó engir kostirnir veru-
lega mikils verðir nema hinn fyrstnefndi.
Helztu ókostir íslenzks mataræðis nú á dögum eru
þessir: 1) Grænmeti að kalla óþekkt. 2) Annar garðamat-
ur fábreyttur og víða af skornum skammti. 3) Aldin-
neyzla ekki teljandi. 4) Kornmatur fábreyttur og að öllu
samanlögðu fremur illa valinn (eins og alstaðar er að
vísu algengast enn. 5) Ket- og fiskát skaðlega mikið, en
eggjaneyzla lítil. 6) Hvítasykur allt of mikið notaður,
einkum samanborið við annan sykur, náttúrlegri; hefir
að vísu löngum margur haft heldur illan bifur á sætind-