Jörð - 01.12.1931, Page 77
Jörð] ALHÆFING MATARÆÐIS á ÍSLANDI 153
um, enda eru nú á síðustu árum að komast upp um þau
ýmisleg' óheilindi, sem væntanlega verður seinna sagt
nánar frá í »Jörð«. 7) Kaffineysla viða til skaða óhófleg.
8) »Salt«-neyzla geysimikil, og er það e. t. v. allraverst
af því, sem íslendingar o/gera í mataræði sínu. Telst hér
með það atriði, að gamall matur, saltaður og reyktur, er
svo mjög notaður í landi hér fram yfir það, sem gerist í
Öðrum menningarlöndum.
Þegar atriði þessi eru athuguð, þá kemur í ljós sú
gieðilega staðreynd, að vandalítið er að ráða bót á flest-
um ókostunum, en herða á hinu, sem til nytsemdar horfir.
Framleiðslu mjólkur og mjólkurafurða má vitanlega
auka með tiltölulega hægu móti. Ætti og að vera hægt,
og líklega brýnni þörf í þessu sambandi, að gera opinber-
ar ráðstafanir, sem þarf, til þess, að ríflég mjólkumeyzla
geti náð til allra fjölskyldna í landinu. Nýmeti má með
fleiru auka mjög; að nokkuru leyti með því að geyma ket
og fisk í íshúsum og ísklefum eða ísgryfjum; enda herða
fiskinn, eins og áður var gert; en þó einkum með hinu að
framleiða mat, sem taka má nýjan af nálinni daglega
yfir langa tíma ársins. Er þar fyrst að telja garðamat,
sem má rækta hér í mörgum tegundum, tiltækilegum til
notkunar frá júlíbyrjun eða fyr og taka síða'n daglega úr
garðinum langt fram á haust, eftir veðráttu og alúð.
Kemur hér jafnframt annað mikilsvert atriði til greina,
auk þess út af fyrir sig, að um nýmeti er að ræða; nfl.
það, að garðamatur er þrunginn hollustuefnum langt um
fram sérhverja fæðutegund aðra, sem neytt er nú á ís-
landi, að undanskilinni mjólk, sem er að sínu leyti álíka
lieilnæm og beztu tegundir garðamatar, en það er græn-
metið. Og er mikið gleðiefni til þess að vita, að beztu
grænmetistegundirnar eru svo auðræktaðar hér á landi,
að sízt stendur að baki kartöflum og rófum.
Auk garðamatar og mjólkur er ein tegund nýmetis,
sem er tiltöluleag vandalítið að auka stórum neyzlu á hér-
lendis; og eru það eggin. Er svipað um þau að segja og
grænmetið, að þau eru þrungin fjölbreyttum hollustuefn-
11