Jörð - 01.12.1931, Blaðsíða 78
154 ALHÆFING MATARÆÐIS A ÍSLANDI [Jörð
um. Aftur á móti er hægt að neyta þeirra í óhófi, sem
seint verður um garðamatinn.
Enn hefir garðamatur og þó einkum grænmeti það til
síns ágætis, að vera hin langfremsta fæða að því er það
snertir, að leggja líkamanum til úrgangsefnj og vatn; er
ekki einu sinni mjólk eins vatnsborin og kál og grænmeti.
Og hefði einhverntíma þótt fyrirsögn, að það yrði til
kosta talið mat. Þó má gæta þess, að léttmeti hefir oft
verið haldið fram innan alþýðu, að ekki sé lengra leitað,
á móti »undirstöðumatnum«. — Innan garðamatar hafa
lcartöflur sérstöðu. Eru í þeim heldur lítil úrgangsefni,
og vatn ekki öllu meira en í mögru keti. í fleiru ólíkjast
þær öðrum garðamat, þó ýmislegt sé sameiginlegt. Og
verður væntanlega vikið að þessu seinna í »Jörð«. Aðeins
skal tekið l'ram undir eins, að íslenzkrar kartöflur mun
venjulega vanta það mikið á fullþroska, að vatnsbomari
séu og líkari öðrum garðamat.
Kornvöru má, til þess að gera, auðveldlega bæta, með
því að flytja inn ómalað korn, eins og gert var hér í upp-
vexti miðaldra manna. Kornkvarnir eru nú farnar að
tíðkast í Ameríku til heimilisnota; og má vera, að þar rísi
gömul, íslenzk þjóðvenja upp, endurborin og endurbætt.
Ket- og fiskát mun minnka af sjálfu sér, þegar aukin
verður neyzla garðamatar, mjólkunnatar og eggja, sem
telja má íyrirsjáanlegt í náinni framtíð. En auk þess
þyrfti það vafalaust jafnframt að minnka vegna hins, að
menn lærðu að varast ofát.
í stað hvítasykurs má með lítið eitt meiri fjárútlátum
taka til verulegra muna upp döðlur og önnur þurkuð sæt
aldini; einnig hunang, sýróp, lcandís o. s. frv.
Kaffineyzlu ætti hæglega að mega minnka mikið og
taka þá jafnframt almennt upp fc«fcó-notkun nokkura, en
þó öllu fremur áldinsafa, eggjamjólk o. þ. h.
Erviðast viðfangs verður e. t. v. að fást við aldinin.
Þau verða aldrei ræktuð til muna á íslandi, nema í upp-
hituðum bjarthúsum. Og er ekki séð enn, hvort slíkt get-
ui' orðið til almennra nota. Fyrst um sinn verða úrræðin
helzt þau, að halda sig aðallega við þurkuð aldin og af~