Jörð - 01.12.1931, Side 79
Jörð] ALHÆFING MATÁRÆÐIS Á ÍSLANDI 15á
nema með öllu tolla á hverskyns aldhmm, og leggja meira
að segja fram fé úr ríkissjóði til þess, að fella hin mikil-
vægustu í verði, en það eru glóaldin (appelsínur), gulaid-
in (sítrónur) og rauðaldin (tómötur). Skara aldin þessi
langt fram úr öðrum mat að því er snertir fjörefnið
C, sem er SNÖGGI BLETTURINN í ÍSLENZKU MAT-
ARÆÐI, að því er fjörefni snertir, og hlýtur svo að vera,
nema tekið sé til einhverra sérstakra, hagnýtra ráða, svo
sem þess, er nú var stungið upp á. Er fjörefnið C hið
eina, sem fyrirbyggir skyrbjúg með mönnum; en sú er
nú að verða skoðun vísindamanna, að margur, sem hvorki
er heill né veikur, dragist með skyrbjúg á lágu stigi, án
þess að vita; án þess að læknir hans hafi áttað sig á því,
hafi hann þá verið kvaddur til ráða. Auk þess er alveg
nýlega orðið kunnugt, að bein og einkum tennur, eiga
stórmikið undir fjörefninu C.
Aftur á móti hafa íslendingar hiná beztu aðstöðu gagn-
vart fjörefnunum A og D,1) sem m. a. eru yfirfljótanleg
í lýsi. Fjörefnisins B eigum vér og ríkulegan kost, þegar
garðrækt með oss er komin í viðunandi lag, kornmatur
betur valinn og eggjaneyzla teljandi orðin.
M JÓLK og garðamatur eru sjálfsögð uppistaða í ís-
lenzku mataræði sem annara landa. Þegar þar við bætist
almenn notkun eggja, lýsis og aldhva þeirra, sem ríkust
eru að fjörefninu C (safa þeirra má nú orðið fá í geym-
anlegu ástandi), þá hefir íslenzka þjóðin lagt fram eitt
af mikilvægustu skilyrðunum, þeirra sem líkamlegs eðlis
eru, til þess, að náttúrukraftar hennar njóti sín — hún
verði hraust þjóð, heilbrigð og fögur.
!) Dr. Björg C. Þorláksson nefnir D í nýútkominni bók sinni
»Mataræði og þjóðþrif«: »starfsefnið 6«.