Jörð - 01.12.1931, Page 80
Í66 BÓKPREGN [Jörð
Ritfregn.
Matarœði og þjóðþrif.
Höfundur: Björg C. Þorlálcsson, dr. phil.
D R. B J ö R G virðist hafa sett sér fyrir að ryðja vís-
indalegri þekkingu á hinum fábreyttu undirstöðuatriðum
lífsins til rúms á ættjörð sinni. Bók þessi er nú önnur
stóratrennan hennar og að vísu miklu fremri hinni fyrri,
sem var þýðing á bók um ræktun kynferðislífsins. Þessi
bók er frumsamin og ber þess víða glögg merki og góð.
Með henni er íslenzkri alþýðu allt í einu opnað hið víð-
asta útsýni yfir nýja fræðigrein og geysihagnýta, mann-
eldisfræðina. Og er bókin að vísu það stór og fer það
mjög út í einstök atriði, að nokkur hætta er á, að hún
verði almenningi heldur ógleggri fyrir bragðið. Væri lík-
lega hið mesta þarfaverk að gefa út dálítið kver um sama
efni handa allri alþýðu; og væri dr. Björg að vísu manna
líklegust, til að færast það í fang og leysa vel af hendi.
Því hún hefir, jafnframt mikilli og glænýrri vísindalegri
þekkingu, afarnæmt auga fyrir því, sem er þjóðlegt og
alþýðlegt. Er og næsta aðdáunarvert, hve læsilegt hún
gerir umtalsefnið, sem í sjálfu sér er auðvitað nokkuð
þurrt fyrir alþýðlegan smekk, með því að hún fléttar
saman við það almennum athugasemdum, áminningum,
brýningum og athugunum, sem einmitt fer ágætlega á í
því og því sambandinu, við það, að tilefnin gefast, er hin
nýja fræði er heimfærð á íslenzkar kringumstæður. Má t.
d. nefna greinina »Þekking eykur samúð« á bls. 62—63,
eða uppástungurnar í upphafi kaflans um grænmeti, eða
ádrepuna um blómin og berin á bls. 98, um súra skyrið
á bls. 112—114 og um fiskinn á bls. 133, svo að ekki sé
fleira til tínt af hálfgerðu handahófi.
Þá getum vér eigi stillt oss um að undirstrika vora
eigin tillögu í greininni »Alhæfing mataræðis á íslandi«
í þessu hefti, með því að endurtaka eftirfarandi orð dr.
Bjargar, er standa á bls. 85; »Enginn vafi er á því, að