Jörð - 01.12.1931, Blaðsíða 81
BÓKFREGN
157
Jörð]
heilbrigði, andlegri og líkamlegri, yrði betur borgið, ef
fjölþættara væri viðurværi okkar að grænmeti en það
nú er. Ekki að tala um, ef einhverntíma kæmist svo langt,
að aldini gætu bætzt við daglegt viðurværi. — Þá held ég
ínundi upp renna önnur gullöld fslendinga«.
Þá viljum vér leyfa oss að styðja orð dr. Bjargar á bls.
126 til læknanna. .Væntum vér, að þeir álíti þau engan-
veginn móðgandi, heldur taki tilefni af þeim til endur-
nýjaðrar umhugsunar um allt það efni, er þau snerta.
Því það hyggjum vér mála sannast, að þess sé hin brýn-
asta þörf. Ennfremur viljum vér undirstrika áskorunina
til læknanna á bls. 189.
Þ A Ð er ekki tiltökumál um slíkt brautruðningarverk
sem bók þá, er hér um ræðir, þó að slæðst hafi eitt og
annað með, sem tvímæla orkar. Sumar af hinum snjöllu
hugmyndum doktorsins viðvíkjandi því, hvernig vér ís-
lendingar ættum að haga þessu eða hinu, bíða auðvitað
úrskurðar reynslunnar. Hugmynd doktorsins um »yog-
hurt«-kraft íslenzkrar súrnar eða kannske öllu heldur um
það, hvernig stendur á hæfileika »yoghurt« (og súrnar
væntanlega) til að vinna á móti ellihrumleika (æðakölk-
un) lítur við fyrstu sýn afar-skiljanlega út. En þó kom-
umst vér að raun um við nánari athugun, að vér áttum
oss ekki á, hvernig mjólkursúrinn hefir þessi áhrif. Dokt-
orinn kemst svo að orði efst á bls. 113: ...»mjólkursýran
leysir og ónýtir mikinn hluta af kalkefnum mjólkurinn-
ar«. Hvar fer þessi ónýting fram og hvernig? Vér vitum,
að kalkið er og verður kalk jafnt eftir sem áður, en dokt-
orinn á kannske við, að kalkið gangi í samband við mjólk-
ursúrinn áður neytt sé, og að það samband sé svo fast,
að meltingarsafarnir megni ekki að leysa það, og berist
það með saurnum? Eða segjum, að kalkið berist sem
mjólkursýrusalt inn í þarmveggina, inn í æðarnar eða
sogæðarnar; og þá auðvitað uppleyst ásamt ýmsum öðr-
um efnum. Hversu lengi gæti það þá haldið áfram að
vera mjólkursýrusalt? Eða er það yfirleitt hugsanlegt, að
það sem er mjólkursýrukalk í glasinu eða skeiðinni, sé