Jörð - 01.12.1931, Blaðsíða 83
Jörð] TANNPÍNA OG TAUGAVEIKLUN 159
i
Tannpína og taugaveiklun.
ALDARFARIÐ innibindur í sér taugaveiklun og
tannpínu. Það er ljóta aldarfarið — að því leyti — og
fleiru, þó að margt sé vel um það. Aldarfar síðustu ára-
tuga hefir haft í för með sér allskonar kvilla og krank-
loika umfram fyrri tíðir, að því er virðist, sem gera fólk-
inu dagana gleðivana, draga úr því þróttinn, hvort held-
ur er til sleitulausrar vinnu eða til allshugar skemmtun-
ar, trufla það í hvíld þess, koma ólagi á meltinguna eða
aðra innvortis starfsemi, gera menn geðleiða, hugdeiga,
ómarksækna, trúlitla. í stuttu máli: fólkið tórir nú margt
í stað þess að lifa. Áður lifði það eða dó að sumu leytí
fremur en nú er orðið. Þá gengu drepsóttir, sem hið
hrausta fólk hrundi niður fyrir. Það var böl, sem búið er
að vera — vonandi. En svo kemur þetta í staðinn: tann-
pín'a, taugaveiklun, meltingarkvillar, blóðskortur, kirtla-
dofi allskonar — berklar, krabbi. Drepsóttimar eru hætt-
ar að ganga; læknavísindin og skipulegri stjórnarhættii*
cg aukning almennrar menntunar hafa séð við þeim. Og
samt deyr fólkið rétt eins og áður; gömlu fólki fækkar.
Það er einhver ótrissa komin í kynslóðina. Hún getur
varla lifað, þó að hún deyi ekki. Og svo deyr hún loksins
án þess að hafa lifað, svo að líf sé nefnandi. Deyr eftlr
að hafa hjarað í þetta 50—70 ár — daglega pínd af tann-
í alþýðlegum ritum. Ef að það nafnafar skyldi að ein-
hverju leyti vera verk doktorsins sjálfs, og jafnvel hvort
eð væri, þá þætti oss koma til mála, að enduríhugað yrði,
hvort ekki mætti að skaðlausu einfaldara gera í alþýð-
legri framsetningu.
Látum vér þá staðar numið athugasemdunum. Þær
snúast að minni háttar atriðum og hagga ekki þeirri stað-
reynd, að dr. Björg C. Þorláksson hefir með bók sinnr
unnið þrekvirki í þarfir þjóðarinnar, eitthvert hið tíma-
bærasta og heillavænlegasta um alþýðlega vísindalega
upplýsingu.