Jörð - 01.12.1931, Page 84
160 TANNPÍNA OG TAUGAVEIKLUN [Jörð
pínu og taugaveiklun eða hver veit hverju; án þess að
hafa lifað neinn dag, að kalla, í óblandinni náttúrlegri
gleði yfir tilverunni; þeirri gleði, er stafar sem magn-
þrungnir geislar út frá náttúrlegri hreysti sálar og
líkama, og gerir það út af fyrir sig, að vera til, að
ósegjanlegri' nautn; það að lifa með öðrum álíka, að
paradís. Og svo fylla menn »bíó« til þess að horfa á ævin-
týri, í stað þess að lifa ævintýri sjálfir — hin undursam-
legu fjölbreyttu ævintýri, sem svo að segja af sjálfsdáð-
um krýna ævi hvers frjálsborins hreystimanns heillandi
fegurð.
Tannpína, taugaveiklun & Co. er hlutskifti fólks vorra
daga. Og vér skulum ekki láta oss til hugar koma, að það
sé nú einu sinni malinlegt eðli, að pínast endilega af þess
háttar kvellisýki, úr því að drepsóttum sé bægt frá. Vér
skulum ekki leyfa þeirri hugsun augnabliks viðnám, að
það sé vilji Guðs í Jesú Ki’isti, að vér tórum í stað þess
að lifa allshugar lífi heilbrigði og hreysti. ;»Hver er sinn-
ar gæfu smiður«. í röngum lifnaðarháttum er orsakanna
að leita. í inniverum, skakkri áreynslu sem áreynsluleysi,
í niðurlagningu baða (sem að vísu koma fyr til greina
en hitt), í ónáttúrlegu mataræði, í fráhvarfinu frá inni-
legri trú og þess háttar, en orsakanna að leita. f stuttu
máli : í óeðlilegra líferni en áður lifðu menn. Snúið við —
og yður mun ekki verða kvillasamara en var hreysti-
mönnunum, langöfum yðar og langömmum; þér munuð
taka að kynnast af eigin reynd hinum raunverulegu
ævintýrum mannlegs lífs, látlausum, sterkum, fögrum.
M E N N hafa mjög brotið heilann um, hvernig stæði
á hinni óviðráðanlegu flóðöldu tannpínu og taugaveiklun-
ar, sem gengið hefir yfir öll lönd síðustu hálfa öld eða
svo, æ vaxandi. Tannpínuna hafa menn helzt kennt sæt-
indaáti og hér á landi meðfram því, að neyzla harðfiskjar
hafi að kalla lagzt niður. Taugaveiklunina hafa menn
helzt kennt hraðanum, sem kominn er í alla starfsemi,
hraða og hávaða borgarlífs nútímans. En sveitakonurnar
á íslandi eru líklega ekkert minna taugaveiklaðar en döm-