Jörð - 01.12.1931, Blaðsíða 85
Jörð] TANNPÍNA OG TAUGAVEIKLUN 161
urnar í New York. Tilgátur manna um orsakir þessara
útbreiddu óhappasælu kvilla hafa verið mjög ófullnægj-
andi, enda hafa menn yfirleitt fundið til þess.
Nú á allra síðustu árum hafa komið fram -upplýsingar
almenns eðlis í manneldisfræði, sem er kornung vísinda-
grein, sem gera málin stórum skiljanlegri.
»Maðurinn lifir ekki á brauði einu saman« —* og sízt
þó því brauði, sem hefir verið á boðstólunum síðustu
hálfa öldina um öll lönd: sem sé hvítu hveitibrauði og
rúgbrauði, sem bakað er úr legnu rúgméli. Það er komið
í ljós, að kornmatur flestur, sem nú er mestallur seldur
almenningi malaður (svo sem hveiti og rúgmél) eða húð-
flettur (svo sem hrísgrjón), er svo að segja gersneyddur
ýmsum næringarefnum, sem kornið er sprottið með og
inniheldur að fullu, þegar það er selt almenningi ómalað
eða nýmalað. Skiftir þó miklu máli með hvaða hætti mal-
að er. Með hinni elztu aðferð, sem lengstum var notuð,
að mala kornið þannig, að hýðið ásamt kími skiljist ekki
úr, haldast í mélinu öll þau efni, sem kornið er sprottið
með. Þannig er rúgmél malað. Hins vegar dofna sum af
verðmætustu efnunum í þess háttar méli æ meir við
geymslu. Eru það fjörefnin. Nýrri aðferð er sú, að vinna
híðið ásamt kími að fullu úr mélinu. Sú er aðferðin við
hveiti og hrísgrjón. Ruddi hún sér til rúms á þeim tíma,
er menn skorti svo að segja alla vísindalega þekki'ngu á
manneldi, en menningin stóð á því stigi, að allir vildu
vera »fínir« og allt átti að vera »fínt«. Þá þótti mönnum
hvítt hveiti, sem gefur lauflétt brauð, og hvít hrisgrjón
eftirsóknarverðast af öllum kornmat, eins og þá varð líka
alsiða að »hvíta« sykurinn. Þeir vissu ekki, að matur
þessi er nálcvæmlega hliðstæður niðhröktu heyi; sviftur
fjörefnum sem steinefnum og eggjahvítuefnum að mestu;
ekkert eftir nema kolvetnin’ hið grófasta efni alls matar,
»eldsneytið«, sem engan skortir, hvaða fæði, sem hann
nærist, búi hann ekki við sult.
Það er nú komið á daginn, að kornmatur inniheldur
mestan hlut af fjörefni því, er B nefnist, þ. e. a. s. mest-
an hlut af því, sem menn eiga kost á að fá í sig af fjör-