Jörð - 01.12.1931, Qupperneq 86
162 TANNPÍNA OG TAUGAVEIKLUN [Jörð
efni þessu. Það er jafnframt komið á daginn, að hveiti
og hrísgrjón eru algerlega svift fjörefni þessu við þær
aðferðir, sem nú á seinustu tímum hafa tíðkast í myllum
gagnvart korntegundum þessum; en rúgmélið hinsvegar
stórum dofnað við langa geymslu. Og það er enn fremur
komið á daginn, að án fjörefnisins B getur taugakerfi
mannsins ekki haldizt við, heldur verða þá á því slíkar
skemmdir, að til dauða dregur. En eins og kunnugt er
»má fyr rota en dauðrota«. Og fyr verða menn tauga-
veiklaðir, en að þeir deyi úr því. Maður, sem hefir ekki
eðlilegan skammt af fjörefninu B, verður taugaveiklað-
ur. Þjóð, sem býr við slíkan kornmat, sem nú um hríð
hefir einn verið á boðstólum í verzlunum, verður í heild
hneygð til taugaveiklunar. Áður bökuðu menn brauð sín
úr heimamöluðum rúgi, en grautana gerðu þeir úr heima-
möluðu bankabyggi. Þá voru menn ekki taugaveiklaðir —
ekki neitt á borð við það, sem nú er.
Málið er einfalt. Nota ekki hrísgrjón eða sagógrjón i
grauta, nema til sjaldhafna. Hafragrjón (haframél) og
bygg-grjón eru hið sjálfsagða grautarefni. Taka að mala
rúginn í landinu og helzt hver heima hjá sér, en hætta að
öllu eða mestu að nota hið hvíta hveiti. Náttúrlegt hveiti-
mél má vitanlega framleiða, og er að vísu verulegur vott-
ur til slíkrar framleiðslu vaxandi víða um lönd. »Mjólk-
urfélag Reykjavíkur« malar hveiti með þeim hætti, og er
það mikillar viðurkenningar vert; en þó er mölunin þar
grófari en skyldi. Er og ekki með öllu vandalaust að baka
úr kjarnahveiti, — en svo nefnum vér náttúrlegt hveiti,
— og verður að leita tilsagnar um það eða reyna fyrir
sér. Líkt er að segja um hrísgrjón. Þau má fá í náttúr-
legu ástandi — ef að innflytjendur einungis vildu snúa
sér að því, sem þeir vitanlega myndu gera, ef að eftir-
spurn yrði teljandi.
Ef að þessi ráð yrðu upp tekin, sem þau vitanlega
verða fyr eða seinna, þá mun taugaveiklunin með þjóð-
inni að vísu ekki hverfa í kasti. En ástandið mun fara
batnandi ár frá ári, unz taugaveiklað fólk verður ekki