Jörð - 01.12.1931, Side 89
EÐLISRÆKT
165
jörð]
gullöld — ævagamalt sjónarmið, sem notað hefir verið á
margvísleg efni utan kristni sem innan.1) Svo kom sú tíð,
að litið var á söguna um »Metúsalem & Co.« sem hjátrú
fávísra forfeðra. Mun það sjónarmið einna algengast
enn. En svo kemur Carrel------og leiðir líkur að því, að
ketbiti geti lifað endalaust, sé einungis endurnæring, önd-
un og fráræzla í fullu lagi. Og nútímamennirnir vantrú-
uðu að stinga saman nefjum um, að líklega sé manninum
í eðli borið að lifa endalaust líkamlegu lífi hér á Jörð,
þangað til lífsskilyrði þrjóti vegna kólnunar Sólar. Og
muni mannkynið þá Jljúga til annars og betri hnattar.
Og renna að vísu fleiri stoðir undir skraf þetta en tilraun
Carrels, þó að ekki verði fram taldar hér. En biblíutrúar-
mönnum sumum dettur í hug Babelsturn og segja sín á
milli: »Dramb er falli næst«.
CARRELS-TILRAUN er eðlilegur hlekkur í
festi mannkynssögunnar á Jörð; ekki er nema sjálfsagt,
að menn dragi hiklaust ályktanir af henni, sem annari
reynslu. Saga Gamla T'estamentisms um Metúsalem er
hugboð mannkynsins um eigið eðli; nokkurs konar spá-
dómur guðinnblásinna manna um framtíðina. Gamla
Testamentið er heilög bók, þó að það beri ótal menjar
mannlegs ófullkomleika. Það kennir, að mannlegt eðli sé
að lifa öldum saman að minnsta lcosti; það sé syndvn ein,
þ. e. óhlýðni við lögmál náttúrunnar, andlegrar og líkam-
legrar, sem valdi því, að menn þyki nú ævagamlir, ef að
áttræðir verða. Þetta er í eftirtektarverðu samræmi við
ályktanir, sem eðlilegt er að draga af vísindalegri þekk-
ingu nútímans. Lífið er að staðfesta orð hins forna helgi-
rits. Nútímamaðurinn vantrúaði spyr : Myndi ég ekki lifa
endalaust, ef að ég lifði samkvæmt lögum náttúrunnar?
Vísindamenn vorra daga segja: Vísindi'n gefa verulegar
ódauðleikavonir, jarðneskar ódauðleikavonir. En trúaðir
j) Því má þó ekki gleyma, að kristin trú manna hefir stundum
gert ráð fyrir nýrri gullöld, svonefndu 1000-ó/ra-rlki, þá er hið
sanna eðli mannsins fengi notið sín að fullu.