Jörð - 01.12.1931, Side 90
EÐLISRÆKT
166
[Jörð
menn hrista sumir hverjir höfuðin yfir oflæti »heimsins«
og minnast Babelsturnsins.: »Dramb er falli næst«.
T R ú A Ð I R menn sem vantrúaðir! — Lítið upp —
og í kringum yður! Þér eruð eitt. Fagnaðarerindið er
innsti hljómurinn í rödd náttúrunnar sjálfrar, andinn í
verki Guðs. Einmitt þess vegna er það fagnaðarerindi,
að það kennir oss samræmi við tilveruna, sem vitanlega
hlýtur að vera eina hamingjuleiðin. — Það boðar, að yð-
ur sé eðlilegt að lifa eilíflega — því að þér séuð Guðs ætt-
ar. Það býður yður að vænta himnaríkis á Jörðina sjálfa
cg að lifa fyrir, að það komi sem fyrst. Það boðar, að
syndin sé orsök dauðans, en að mannfélagi, sem syndlaust
væri, myndi og eðlilegt að lifa endajaust. Synd er það að
brjóta á móti lögum líkams, sálar og anda. Hættu því —
og þú myndir alls ekki deyja, líkami þinn ekki fremur en
andinn — ef að mannfélagið væri eftir því. En á meðan
einn þarf að fórna sér fyrir annan, og hver fyrir annan,
þá mun veldi dauðans að vísu ekki til fulls brotið á bak
aftur. Hinn syndlausi verður að deyja til þess, að hinn
seki endurleysist — himnaríkið verði hlutskifti mann-
kynsins á Jörðinni.
V I Ð U R K E N N þú, bróðir, og virð þú vísindin, —
en trú þú fagnaðarerindinu.
Kynntu þér vísindalegar staðreyndir og skoðaðu sjálf-
an þig og mannfélögin, sem þú ert settur í, við ljós fagn-
aðarerindisins. Lærðu að þekkja áf eigin reynd samfé-
lagið við Jesú Krist — ræktu af alhuga persónuleg sam-
bönd sem félagsleg. í stuttu máli: Lifðu lífinu á alhæfan
hátt með sérstakri áherzlu á sérköllun þinni. Mun þér
þá smámsaman lærast að lifa heilsusamlega til líkams og
sálar; þú verða hraustur maður og heilsugóður; lífei*ni
þitt dáðríkt og gleði þrungið; æska þín löng — til ævi-
loka.
Sbr. I. Mós, 6; Róm. 5, 12.; 6, 23.