Jörð - 01.12.1931, Page 91
Jörð]
EÐLISRÆKT
167
II.
Róm. 12, 1.
LÍKAMSRÆKT — og boðun fagnaðarerindisins:
á það tvennt nokkuð sammerkt?! Er vanzalaust fyrir
rnann, sem á að boða fagnaðarerindið, að tala um líkams-
rœkt frammi fyrir söfnuði?! Á ekki að tala guðsorð í
kirkju, við húslestra og einkabænir, en heimsins orð þar
fyrir utan?! Er ekki líkaminn eitt, helbert »holdið«,
sem Páll postuli nefnir svo, og andanum óviðkomandi, ef
ekki beinlínis andstæður?!...
Fyrrum heyrði ég herra Þórhalli heitnum biskupi láð
það, að hann talaði jafnvel um áburð í stól'ræðum.
En hvernig er það: nær fagnaðarerindið ekki út yfir
gervallt mannlífið?! Játað skal að vísu, að ekki á við að
fara langt út í sérfræðileg verkleg eða fræðileg atriði f
prédikun; heldur á að halda sig við það, sem er almennt
mannlegt, eðlisræktina. En nú er maðurinn samsettur af
líkama, sál og anda. Og það er ekki svo sem að unnt sé
að aðskilja þetta, að manninum lifandi; nærri því ekki
fremur í fræðum þeim, sem að gagni eiga að koma, held-
ur en í raun og veru. Eins og það deyðir manninn sjálfan
að aðskilja líkama hans, sál og anda, þannig verða fræði
þau dauð, en ekki lífgandi, sem rannsaka vilja líkama,
sál og anda hvert í sínu lagi; eitt atriða þessara eða tvö
þeirra án innilegs tillits til hins. Á meðan maðurinn lifir
jarðnesku lífi, er þetta allt samtengt undursamlega nán-
um og viðkvæmum böndum. Maðurinn er lífnen heild.
Þannig er einnig í raun og veru sá sannleikur opinber-
aður í fagnaðarerindinu, að ekki sé munur á guðsorði og
öðru því, sem talað er, í þeim skilningi, að guðsorð tali
um Guð og þess háttar, en heimsins orð um hversdagsleg-
ar nauðsynjar og þess háttar. Heldur er guðsorð allt,
»sem gott er til uppbyggingar þar, sem þörf gerist«, eins
og Páll kemst að orði í Efesusbréfinu (4,29). En þörfin
er jafnmargvísleg og lífið sjálft — og er þó að vísu að-
eins eitt nauðsynlegi — iífið sjálft. Takmarkið er eitt, en