Jörð - 01.12.1931, Side 92
EÐLISRÆKT
108
[Jörð
alhliöa viöleitni þarf til að nálgast þaö. Guðsorð á að tala
livarvetna, Guðsorð er náttúrlegt tal um efni, sem þurfa
umtals við; tal, sem miðar beint að því, að sannleikur og
lcærléikur, sem er eitt og hið sama, fái notið sín. Jesús
sagði við samversku konuna: »Trú þú mér....! sú stund
kemur, er þér hvorki munuð tilbiðja Föðurinn á þessu
fjalli (nfl. fjalli því, er Samverjaf höfðu helgi á), né í
Jerúsalem (þ. e. a. s. í musterinu)... Sú stund kemur; já
— er þegar komin, er hinir sömu tilbiðjendur, skulu til-
biðja Föðurinn í anda og sannleika; því að Faðirinn leit-
ar einmitt slíkra tilbiðjenda. Guð er andi, og þeir sem til-
biðja hann, eiga að tilbiðja hann í anda og sannleika«.
(Jóh. 4, 21.—24.).
LÍKAMSRÆKT er þannig ekki einungis eðlilegt,
heldur í rauninni óhjákvæmilegt umtalsefni í nútímaboð-
un fagnaðarerindisins, þar sem hvorttveggja er, 1) að
menn sjá nú miklu betur en lengstum hefir verið, að við-
fangsefnum þess eru svo að segja engin takmörk sett —
þó að almenn prédikun geti sem sagt auðvitað ekki farið
til muna út í einstök fræðileg eða verkleg atriði; og 2)
vísindalegur skilningur hefir á síðustu árum orðið allt
annar og gleggri á því, að líkami, sál og andi eru hvað
öðru svo nátengt, að ekki verður fjallað um eitt eða tvö
þessara atriða, hvort heldur er í orði eða verki, svo að til
hlítar sé eða fullu gagni, nema ríkt tillit sé tekið til hins
um leið. Þannig verður það ófullkomnari prédikun fagn-
aðarerindisins en leyfilegt er með þeirri þekkingu, sem
menn hafa nú á dögum, að leggja ekki ríka áherzlu á hið
líkamlega í lífi manna og helgun; svo að þegar litið er
á heild prédikunarinnar, þá hafi þau atriði hlotið til þess
að gera rækilega umræðu.
Þér hafið e. t. v., áheyrendur, höggvið eftir, að ég hefi
ítrekað minnst á nútímaboðun fagnaðarerindisins í þessu
sambandi. Og dettur mér í hug, að einhverjir yðar á með-
al kunni að vera teknir að hugsa með sér: »Er ekki fagn-
aðarerindið hið sama í gær og dag og alla daga?« Víst er
það. Eg leyfi mér því að endurtaka, að það er skilningur-