Jörð - 01.12.1931, Síða 95
EÐLISRÆKT
169
Jörð]
inn á því, sem vissulega er vaxandi; m. a. skilningurinn
sá, að viðfangsefnum þess séu engin takmörk sett, sé
að eins um að ræða málefni, sem snertir mannlega heill
á einhvern hátt; og þá haft í huga, að vísindalegur skiln-
ingur hefir orðið allur annar og meiri, þessi síðustu árin,
á því, að náið og viðkvæmt samhengi séámilli allra atriða
mannlegs lífs með óhjákvæmilegum og sterkum víxl-
áhrifum. Er því skiljanlegt, að boðun fagnaðarerindisins
iiiýtur að rýmkast og breyta nokkuð um hlutföll og svip
samkvæmt þessu. Og þá jafnframt skyldutilfinningin
gagnvart Guði, náunganum og sjálfum sér — m. ö. o.
helgunarhugsjónin,
Fyr á tímum, einkum kannski á svonefndum miðöldum,
mun algengt hafa verið að líta svo á, að menn þjónuðu
jafnvel Guði bezt með að láta líkamann búa við sem
mesta vanhirðu. Var þá jafnvel álitið nokkuð óhjákvæmi-
legt til fullrar helgunar að pynta líkamann með beinum
misþyrmingum eða föstum og vökum — að ekki sé minnst
á algerða bindindissemi kynferðilega. Hefir þessi skoð-
unarháttur brunnið við frá aldaöðli með öllum helztu
trúarbrögðunum. En hvað sem líður öðrum trúarbrögð-
ium, þá hygg ég að óhætt sé að treysta því, að hann er í
eðli sínu óskyldur og andstæður fagnaðarerindinu, lífinu.
Að því er snertir heimildir í sýnilegri uppsprettu fagnað-
arerindisins, Nýja Testamentinu, þá hafa menn að lík-
indum einkum þózt finna kenningu í þessa átt í sumum
ummælum Páls postula, og þó áreiðanlega með röngu.
Hafa menn með tilhneygingu til meinlæta skilið of bók-
staflega, þegar hann talar ósjaldan um »holdið« og jafn-
an í óvirðingar- og óvináttutón; talið hann eiga þá fyrst
og fremst við líkamann. En raunar mun Páll hafa átt við
nokkuð annað með orði þessu, sem helzt yrði gert skiljan-
legt alþýðu manna nú á dögum með því að kalla það »dýr-
ið í manninum«. í raun og veru mun Páll hafa borið
dýpstu virðingu fyrir mannlegum líkama og sjást þess
mörg og merkileg dæmi í bréfum hans; — og þó hvað
helzt, þegar hann talar um líkamann sem »musteri heil-
a,gs anda« eða um hitt að »færa Guði líkama sinn að heil-
12