Jörð - 01.12.1931, Page 96
170 EÐLISRÆKT [Jörð
agri, lifandi fórn«, og telur það »skynsamlega guðsdýrk-
un«; hefði hann varla farið að telja meinlætaviðhorfinu
það sérstaklega til gildis, hvað það verkaði aðlaðandi á
skynsemina, hefði hann átt við að færa fórn þessa á
brennifómaraltari meinlætalifnaðar. Hitt, að hugsa vel
um líkamann, munum vér væntanlega gera ljósara bráð-
um, að er í raun og sannleika »skynsamleg guðsdýrkun«.
»Er ekki líkaminn meira en klæðnaðurinn«, segir
Jesús í Fjallræðunni. Kemur þar óbeint en ótvírætt fram
virðing, að ekki sé sagt lotning, Jesú gagnvart líkama
þeim, sem hann varði svo óhemjumikilli orku til að gera
heilbrigðan og hraustan í hvaða manni, sem beiddist
þess; svo að lækningar hans eru i Nýja Testamentinu
ósjaldan taldar, og það meira segja af sjálfum honum,
við hlið kenningar hans sem sjálfstæður og álíka mikil-
vægur þáttur í starfi hans. Og má nærri geta, að allur
andinn í fagnaðarerindinu er eftir því.
Samt hafa menn enganveginn enn gert sér þetta vel
ljóst, almennt; og sýnir það ekki ver en sumt annað, og
líklega þó hvað bezt, hvað andi og öll merking fagnaðar-
erindisins gengur torveldlega inn í mannkynið. Því jafn-
vel hinir beztu lærisveinar og boðberar Krists hafa fram
að þessu fæstir lagt nokkura verulega áherzlu á, að al-
hliða líkamsrækt sé skylda við Guð og náungann og sjálf-
an sig — sem allt helzt hér í hendur, eins og endranær.
»G U Ð leit yfir verk sitt og sá, að það var harla gott«.
Það virðist í fljótu bragði auðskilið, að ekki sæmi að líta
smáu maugum á líkamann, handaverk Guðs, musteri heil-
ags anda; líkamann, sem Jesús Kristur lifði í hér á Jörð.
Það virðist ekkert torskilið við þá hugsun, að Guð hafi
skapað mannslíkamann til fullkomnunar, eins og annað;
að í hverjum einstökum mannslíkama felist hugsjón
Guðs, þeim hinum sama líkama viðvíkjandi; hæfileikar,
til að ná sinni sérstöku mynd almenns, mannlegs þroska,
hreysti og fegurðar; hæfileikar, sem hverjum einstökum
manni er ætlað að leiða í Ijós með framkvæmd, eftir því
sem ástgeður framast leyfa. Það virðist í fljótu bragði