Jörð - 01.12.1931, Qupperneq 97
EÐLISRÆKT
171
Jörð]
engin firra, oð með hverjum einstöhwm, manni búi liug-
sjón Skaparans um það, hvaö hann ætti að geta orðið liJc-
amlega, sem sálarlega og andlega — ef að rétt væri að
staðið.
En nú er að vísu allt af meira eða minna skalfkt að
staðið; bæði gerir einstaklingurinn það sjálfur og einnig
náungar hans, umhverfi hans — á meðan ekki er himna-
ríki á Jörð. Jafnvel Jesús gat ekki náð að leiða beinlínis í
l.jós ódauðleikaeðlið, sem Biblían kennir, að búi í raun og
veru í mannslíkamanum. Hann varð að deyja — vegna
synda annara. Þó að hann hefði ekki orðið fyrir lífláti —
ef að það dæmi mætti taka, — þá hefði hann vísast elzt,
hrörnað og dáið engu að síður. Því hann var í mannfélagi,
sem var honum ósamþíðanlegt; mannfélagi, sem hann
varð að lifa fyrir, þjást fyrir, fórna sér fyrir.
Þannig er þess ekki að vænta, að sú hugsjón Skapar-
ans um líkami vora sem sál og anda; hugsjónin, sem vér
hver um sig berum í oss, sem nokkurskonar lifandi fræ
máttuleikanna — þannig er þess ekki að vænta, að hug-
sjón líkama vors nái nokkurn tíma í þessu lífi, að leiðast
til fulls í ljós — eða neitt því líkt. Því ég gei'i ekki meii’a
en svo ráð fyrir, að menn er nú lifa, eigi eftir að sjá
himnaríki komið hér á Jörð með allsherjarkrafti. Samt
er himnaríki nálægt — og hugsjón líkama voi'ra er raun-
verulega lifandi í þeim hinum sömu torkennilegu líköm-
um; lifandi áskorun; heilög ögrun, sem vér bei'um í lík-
ömum vorum, hvar sem vér erum, hvernig sem á stend-
ur, að heita má. M. ö. o. vér erum skuldbundin af hugsjón
þessari. Vér erurn skyldug Guði um að leiða í ljós það,
sem hamx ætlaði líkömum vorum að verða — eftir því,
sem. vér höfum framast hentugleika til.
»En léttúðugi, grunnfæri, ungi maður«, tekur nú ein-
hver til andmæla. »Veiztu ekki, að vér komumst ekki til
neins í þessa átt; vér sem vei'ðum að hafa oss öll við að
leysa af hendi hin allra óhjákvæmilegustu skylduverk. Og
þó að vér gætum e. t. v. di'egið oss einhvern tíma til lík-
amsræktar, þá bannar einfaldur náungans lcærleikur að
hugsa þannig um sjálfan sig«.
12"'