Jörð - 01.12.1931, Síða 99
EÐLISRÆKT
173
Jörð]
nema hálft verk á móti því, sem fjörmikill kvenmaður
myndi inna af hendi. Er það ekki nema fyllsta von. Hún
hefir langt fram yfir það gengið fram af sér, og er alltaf
að því. Alltaf að eyða af höfuðstólnum heilsu sinnar og
krafta; í stað þess að lifa á vöxtunum einum og leggja
jafnvel þó dálítið af þeim við höfuðstólinn — kona á
fertugsaldri. Vér tókum áðan dæmi af, hvað hefði átt að
gera fyrir hana í liðna tímanum. Það gerðum vér eigin-
lega helzt bania hennar vegna — eða réttar sagt: vegna
allra ungra og óborinna. Eitthvað hlýtur þó að vera unnt
að gera fyrir konuna sjálfa. Hún getur án aukinna fjár-
útláta og án aukinnar vinnu nærst heilsusamlegri mat,
ef að henni væri kennt það og þó enn þá fremur, ef að'
verzlunarstéttin í landinu og hið opinbera vildi hjálpa
dálítið til. Hún getur tuggið betur, ef að hún fengi góðar
gervitennur, en til þess ætti að styrkja hana af landsfé;
og hún getur tamið sér meiri auðsveipni við hinar hljóðu
raddir náttúru líkams og sálar og reglusemi í lífernis-
háttum; og er hér komið nærri afarmikilvægu atriði,
algerlega fjárútláta og tímaútlátalausu, sem líklega varð-
ar mestu af öllu, sem gert verður heilsunnar vegna. Og
mun ég fara um það sérstaklega nokkurum orðum í sein-
asta hluta ræðu þessarar. f bili ætla ég að hverfa frá
því og halda áfram að telja upp atriði, er ég álít,að kona
þessi gæti komið við sér til heilsubótar, ef að ekki hún
sjálf eða maðurinn hennar eða þau bæði tækju allt of
geyst spakmælið um, að »betri sé einn fugl í hendi en
tveir í skógi«. Ég ætla sem sé að halda því fram, að kon-
an eigi að ganga úti verklaus og eftir mætti áhyggjulaus
í /2—1 klukkustund á degi hverjum. Þér, sem þekkið
konuna, eigið engin orð.... »Ganga sér til skemmtunark
------Jæja, heilsubótar, og skemmtunar auðvitað jafn-
framt — »]/2—1 stund á dag — og börnin hálfber, en
bóndinn til skammar fyrir þjónustuleysi — að ekki sé
á annað minnst«. Ég neita því ekki, að þetta er hart að-
göngu. En — »er líkaminn«, þegar til kemur, í raun og
veru, »ekki meira verður en klæðnaður« — og hvað ann-
að er nöfnum tjáir nefna utan við manninn? Eða er sann-