Jörð - 01.12.1931, Blaðsíða 100
174
EÐLISRÆKT
[Jörð
leikuri'nn til nokkurs annars, en að honum sé sinnt; eftir
honum sé farið? Til hvers annars skyldi hann vera? Hvað
skyldi svo sem vera að hafa upp úr því, þegar allt kemur
til alls, að fara á snið við þann sannleika, sem manni er
kunnur? Mæða. Böl.
Nei — kona þessi á að ganga úti /2—1 stund á dag,
þegar veður leyfir, og »bæta« með því »gráu ofan á
svart«, að því er heimskdæmur náungi myndi vísast úr-
skurða, og ótilkvaddur þó af Guði, ef ekki mönnum.
Gangi kona þessi úti /2—1 stund á dag, og jafnvel þó að
hún tæki ekki önnur líkamsræktarráð til greina, þá eru
miklar líkur til, að innan mánaðar væri hún farin að
leysa af hendi jafnmikið verk á dag og hún gerði áður,
en hún fór að taka sér þessa »frístund«. Og að innan árs
væri heimilið, sem hún sjálf, lítt þekkjanlegt aftur vegna
betra ástands. En vitanlega yrði hugur hennar allur að
vera með í verki, jafnt heilsubótinni sem heimilis. Og þó
án áhyggju, eftir því sem framast mætti við koma, sem
myndi væntanlega takast sæmilega, þegar leitað væri af
alhug liðsemdar Drottins.
Með dæmi þessu, um húsfreyjuna vesælu, vil ég segja,
að svo langt sé frá, að menn verði kærleikans vegna að
neita sér að mestu um ástundun líkamsræktar, að maður,
er heilhuga kærleika bæri í brjósti; kærleika, sem ekki
hugsar um það að þóknast skammsýni náungans, heldur
væri reiðubúinn til að ganga í gegnum tortryggingar
vegna langmiða, sem ávallt miðkenna réttnefndan lcær-
leilca — elskandi maður hlýtur óhjákvæmilega að leggja
af alhug stund á líkamsrækt, fylgist hann eitthvað með
vaxandi menntun vorra tíma, og þori hann og nenni að
vera ást sinni og þekkingu. trúr, sem að vísu liggur í eðli
sannrar ástar og sannrar þekkingar.
Alliuga líJcamsrælct er að verða Jieilög sJcylda við Skap-
arann, náungann og sjálfan sig, um allan hinn menntaða
heim. Án hennar fer að verða óhugsandi að unnt sé að
leysa hlutverk sitt í lífinu samvizkusamlega og hjartan-
lega af hendi. Án hennar getur eftirleiðis trauðla verið
- um helgun að ræða.