Jörð - 01.12.1931, Blaðsíða 101
EÐLISRÆKT
175
Jcrð]
E N E I N S og helgun hlýtur eftirleiði's að fela í sér
líkamsrækt, eins er það nú orðið ljóst af rannsóknum síð-
ustu ára, að llkamsrækt er, að mestu, unnin fyrir gýg og
jafnvel til tjóns að sumu leyti, nema hún eigi sér andleg-
an grundvöll i fari mannsins. Er þetta og vel skiljanlegt
út frá því, sem ítrekað hefir verið í ræðu þessari um víxl-
áhrif líkama, sálar og anda. Var á atriði þetta drepið í
niðurlagi dæmisins um húsfreyjuna vesælu. Tók ég þar
fram, að skilyrði þess, að verulegt gagn yrði að útigöng-
um hennar og öðru sem hún gerði sér til heilsubótar,
væri, að hún hefði alhug á að hljóta heilsubótina, hefði al-
hug á, að heilsubót sín yrði náunganum að gagni, og tæk-
ist að venja af sér áhyggjur. f fljótu bragði sagt, verður
hver sá, er ná vill teljandi árangri með líkamsrækt að
snúa athygli sinni jafnt að andlegu lífi sínu sem líkam-
legu. Maður, sem skortir trú, hefir ekki eirð fyrir áhyggj-
um, er þungt í skapi vegna beizkju til annara manna o.
s. frv., o. s. frv. — hann þarf ekki að vænta sér neins
teljandi árangurs af líkamsrækt. f likama hans er stöðug
framleiðsla eiturefna, sem vinnur þvert á móti öllu hinu
líkamlega, sem hann geri'r líkamans vegna. Hjarta-hrein-
leilcur er takmark, sem líkamsræktarmaður verður að
jafnaði að keppa að fyrst af öllu, vilji hann ná árangri.
Og þó einkum sé hann stórhuga, að því er árangur snert-
ir, eins og honum er vissulega ætlað af Skapara sínum
að vera, náunganna vegna sem sjálfs sín og hins að leiða
dásemd sköpunai’verksins í það ljós, sem hún á skilið,
eftir því sem til hans tekur.
Einnig þessi þekking er til þess að gera nýleg, a. m. k.
í sinni núverandi tiltölulega ljósu, áherzluríku mynd. Lík-
amsræktarfrömuðir og -kennarar töluðu alveg fram að
þessu um vöðvaæfingar, mataræði, böð og þess háttar að
mestu leyti án tillits til almenns sálarlífs og andlegs lífs;
eins og það gæti hvorki orðið líkamsræktinni að veruleg-
um stuðningi né heldur tálmun, eftir því hvort heilbrigt
og fjörmikið væri eða óheilbrigt og dauft. En síðan um
styrjöld er hinn nýi skilningur að bregða upp birtu sinni
um allar jarðir. Á þessum árum hverskyns glundroða er