Jörð - 01.12.1931, Side 102
EÐLISRÆKT
176
[Jörð
nýr tími að koma í ljós. Og renna forboðar hans upp á
margvíslegustu sviðum, líkt og blóm á vordegi.
Eins og ekki fer að verða unnt að boða fagnaðarerind-
ið fullt og heilt, án þess að tala um líkamsrækt, eins er
ekki orðið unnt að tala um líkamsrækt svo að nú-
tíma sé samboðið, án þess að gera ljósa reynsluna um,
að bati sjúkdóma, efling líkamshreysti, ræktun fegurðar
fer að mjög verulegu. leyti eftir sálarlegu ástandi og al-
mennri trú mannsins, sem um er að ræða; en með orðun-
um »almenn trú« á ég við andlegan þrótt, andlegt fjör,
almennt traust á lífmögn tilverunnar, — hið sama,
er ég hygg, að Jesús hafi átt við, er hann talaði um trú í
þess háttar samböndum. En allt þetUi stendur i nánu og
viðkvæmu sambandi við líferni mannsins, hætti hans,
venjur og félagsskwg; trúarbrögð hans.
Vísast hafa menn lengstum fundið allt þetta á sér,
meira og minna, þó að fræðimenn, læknar og kennarar,
hefðu ekki þann skilning til að bera, að þeim auðnaðist
yfirleitt, að setja það ljóst fram eða leggja á það neina
megináherzlu. En einkum hafa menn lagt skilyrði þessi
tll, meira og minna, án þess að athuga glöggt sambandið
við líkamsræktina. Enda hafa menn, svo sem vitanlegt
er, ósjaldan, og þó einkum í fornöld, átt góðum árangri
að fagna í þessu efni. Er og alkunna, að sumum læknum
er til muna lagið að stæla sjúklinga til bata með viðmóti
sinu og trú þeirri, sem eins og stafar út frá þeim.
En nú er sem sagt að renna upp sú öld, að öllu þessu
verði veitt, til þess að gera, full athygli; lögmál gerð ljós
og hinn mikli máttur tekinn til margfaldra nota, eðlis-
rækt almennings til gersamlega annara og meiri nota en
verið hefir; hamingju einstaklinga og mannfélaga til
undursamlegs þrifnaðar.
{ UNDANFÖRNU máli hefir verið talað mikið
um nýjan tíma og honum haldið fram gagnvart hinu
gamla. Gæti einhverjum sýnst, sem verið væri að kasta
rýrð á það, sem fram að þessu hefir þótt »gott og gilt«.
Svo er þó eigi. Ber hvorttveggja til, að í hinum hverf-