Jörð - 01.12.1931, Blaðsíða 104
178
EÐLISRÆKT
[Jörð
fyrir alla aukningu þekkingar jafnt i likamsrækt sem
ööru, þá veröi öll sú nýjung andvana fsedd, nema heilag-
ur amdi Krists fylli hana lífi. Án lífsorkunnar, sem felst
í hinni heilögu hjartahlýju, sem fæst í samfélaginu við
Jesú Krist, munu menn, að trú minni, alls ekki verða
færir um almennt eða til lengdar að fylla með lífi út í
mót þau, sem í sjálfu sér eru andvana. Þaö þarf innrí
vitrun og alliliöa sJálning á lífinu og sjálfstæÖan kær-
leiJca til þess, aö menn Jiljóti þá lifandi sannfæringu og
þrotJa/usu staöfestu, sem þarf, til aÖ framJcvæma i lífi
sinu aöferöir hinnar nýju þekkingar, káklaust, alJiuga,
með árangri. Nema kynslóðirnar sanni orð hans, er mælti:
»Takið á yður ok mitt og byrði mína, því að ok mitt er
indælt og byrði mín létt«, munu þær kafna undir nafni
hinnar miklu þekkingar. En — »lof sé Guöi sem veitir
oss sigurinn fyrír Drottin vom Jesú Krist«.
A Ð L O K U M skal þá undirstrikað þetta: Helgun
nútímamanns hlýtur að fela í sér viljandi og vitandi lik-
amsrækt.
Og hitt: Líkamsrækt verður að því er flesta, ef ekki
alla, snertir, að hafa helgun sálarinnar að grundvelli;
að öðrum kosti verður árangur oftast óhlutfallslega lítill
á móti tilkostnaði.
Áheyrendur! Þér eruð musteri heilags anda. Afstaða
yðar til mannlegs líkama sé því djúp virðing jafnframt
fullu hispursleysi, en þakklátssemi og gleði yfir hinni
góðu gjöf, sem býr yfir svo miklum máttuleikum.
Minnist, að það er heilög skylda að styðja að heilsu og
hreysti sjálfs sín og náungans af alefli, svo að vilji Föð-
ur yðar í Himnunum og ríki hans á Jörð eigi svo hæfa
starfsmenn, þar sem þér eruð, eins og hann hefir ætl-
ast til.