Jörð - 01.12.1931, Blaðsíða 105
LÍKAMSRÆKT
179
Jtfrð]
Líkamsrœkt
M I Ð A R að því að viðhalda, endurreisa, efla heilsu,
hreysti og fegurð líkamans, m. ö. o. rækta haiin. Menn
hafa, svo sem kunnugt er, frá alda öðli ræktað ýmiskonar
dýr og jurtir með þeim árangri, að tegundir þessar gefa
nú af sér margfalt meira en-að óbættu upplagi. Má það
furðu gegna, hvað athygli þeirra hefir lítið beinst að því,
að unnt sé að rækta þá sjálfa, líkami þeirra, til að leiða
að fullu í ljós þá máttuleika, sem með þeim búa. Þetta
er hugsjón, sem að vísu er unnt að vinnast til trúar á; —
en hugsjónir eru nú ekki oft dýrt keyptar af öllum al-
menningi. Það þarf annað og grófgerðara til að vekja
hina fyrstu athygli flestra. í þessu samband-i er það byrj-
andi hrörnun þess líkama, sem um hríð hafði notið æsku-
blóma; aldurinn, er færist yfir. Og hengilmænuhátt-
urinn, pappírsbúkahreystin, sem auðkennir hinn fjöl-
menn^a lýð jafnvel yngra fólks, sem lifir inniveru lífi i
borgum og kauptúnum nútímans. Vestræna menningin
hefir sem sé snúizt á þann veg, að atvinnuhátta vegna,
lifir eins og allir vita, mesti sægur manna við sífelldar
kyrrsetur og aðrar inniverur; nýtur þá hvorki sólar né
útilofts, hreyfir sig lítið sem ekkert eða þá aðreynterein-
hæft á nokkura smávöðva; neytir matar, sem hefir verið
sneiddur megninu af hollustuefnunum við skakka meðferð;
neytir eitraðra nautnameðala í sífellu; — skorturinn á
fullnægingu eðlilegra lifnaðarhátta vekur sílogandi löng-
un í eitruð nautnalyf, eða sælgætisneyzlu langt úr hófi
fram, er þá verkar sem eiturnautn. Lýður, sem hér um bil
er aðfram kominn, þróttlaus jafnt til nautnar sem atorku,
hann hefir að vissu leyti góða aðstöðu til að átta sig á
þörf líkamsræktar. Enda er skilningur á þörf almennrar
líkamsræktar einkum sprottinn upp og útbreiddur í sum-
um stærstu menningarlöndunum: Bandaríkjunum, Stóra-
Bretlandi, Þýzkalandi, Rússlandi.
Vér fslendingar munum að vísu vera tiltölulega hraust
þjóð. Vitanlega samt ekki hraustari en svo, að elli beygir