Jörð - 01.12.1931, Síða 106
180
LÍKAMSRÆKT
[Jörð
oss alla er það lengi lifum; ekki hraustari en það, að
pappírsbúkarnir eru þegar orðnir margir vor á meðal og
eru í bráðavexti. Vitanlega er ekki um það að ræða að
ætla sér þá dul, að taka Þór fram í fangbrögðunum við
Elli; en hún kom honum á kné, svo sem »kunnugt« er af
hinni bráð-skemmtilegu sögu um útgarða-Loka í Snorra
Eddu. En hver skyldi ekki átta sig á því, að verulegar
líkur eru til þess að framlengja megi æskuþróttinn, æsk-
una sjálfa, með því að verða kunnugri náttúrulögmálum
líkama síns, — og lmga sér samkvæmt aukinni pekkingu
sinni. Eða ungi skrifstofumaðurinn, sem ber utan á sér
einkenni óhreysti, þó að kannske eigi að heita óveikui*.
Hann er á þeim aldri, að honum ætti að vera hið eðlileg-
asta að bera sig fallega og frjálslega; hans ætti að vera
funinnogfestaníaugum og fasi; honum ætti að vera jafn-
eðlilegt að geta ekki stillt sig um áreynsluþrunginn leik og
fjörhestinum, sem allir vita, að getur með engu móti stillt
sig um þetta vegna fjörsins, hreystinnar sem náttúran
hefir gætt hann, en hann ekki spilað úr höndum sér með
kveifarlegu líferni og ónáttúrlegu fæði og eitruðum
nautnalyfjum.
Vissulega eru margir í landi voru, sem hljóta að þrá
aukna hreysti — a. m. k. þegar athyg'li þeirra er vakin á
því. Þeim er óþarft að láta sitja við löngunina. Svo sann-
arlega sem þeir eru drengir góðir, þá sæmir þeim ekki
annað en neyta þeirrar þekkingar, sem vísindi og reynsla
vorra tíma hafa leitt í dagsljósið.
LÍKAMSRÆKT getur að vísu verið með ýmsu
móti. En nokkur aðalatriði má þó taka fram, sem varla
er hugsanlegt, að unnt sé að komast hjá í alhæfri líkams-
rækt; — en um annað getur ekki verið að ræða, því það
væri kák.
Líkamsrækt er eftirsókn þekkingar á náttúru líkama
síns. Líkamsrækt er auðsveipni við náttúruna, við hinar
hljóðu raddir hennar. Líkamsrækt er það að veita ger-
völlum líkama sínum og hverjum einstökum hluta hans
eða hæfileika svo hagstæð náttúrleg skilyrði, sem verða