Jörð - 01.12.1931, Qupperneq 107
Jörð]
LÍKAMSRÆKT
181
má. Afleiðing skeikar ekki af orsök. Líkami ræktast við
slíka og þvílíka viðleitni; sjúkur verður heilbrigður —
margur hver; vesæll verður hraustmenni; daufingi ljóm-
ar af lífsþrótti. Hamingjan vex á hverju sviði, hvar sem
líkamsrækt fer fram — að því til skildu, að hún fari fram
í nafni Jesú, m. ö. o. barnslegri auðsveipni og trú gagn-
vart Allífinu. En þesskonar afstaða hefir auðvitað jafn-
framt sálari'ækt og anda í för með sér.
Skulu nú talin fram fáein meginatriði líkamsræktar.
Hreyfingu hæfilega er þar einna fyrst að telja. Hreyfing
örvar blóðrásina, bæði likamans alls og þess hluta hans
sem hreyfingin reynir mest á. Við aukinn blóðstraum
verður jafnt endurnæring sem ræsting örari. Við það
verður líkamshlutinn og líkaminn gervallur starfhæfari
og vöðvar vaxa og afl þeirra og fegurð jafnframt. Kdrtlar
og önnur líffæri inna þá og störf sín betur af hendi;
heilsa mannsins og hreysti vex með öðrurn orðum, og
fegurð hans þá jafnframt, að ekkert sé minnst á áhrifin
á sálarlífið og batnandi áhrif þess aftur á líkamann.
Hreyfing getur verið margvísleg, svo sem allir vita.
Hreyfing manna, sem vinna útistörf, er oftast mikil, og
einnig heilnæm i samanburði við hreyfingarleysi hinna.
Samt er hreyfing erviðisvinnunnar oft nokkuð einhæf og
reynir jafnvel of mikið á suma vöðva, svo að þeir þreytu
vegna slitna litlu minna en þeir vaxa. Vísindaleg æfinga-
kerfi, rétt notuð, eru hinar fljótvirkustu og öruggustu
aðferðir, til að örva blóðstrauminn um gervallan líkam-
,ann, byggja upp og ræsta, án þess að rífa niður. Ann-
ars eru ýmiskonar útileikar afbragð hreyfinga, enda
koma þar fleiri hollustuáhrif til greina. útigöngur og
sund munu skara fram úr öðrum einstökum æfingum, að
því er snertir fjölhæfni og eðlileik.
Mataræöi er næsta atriði, sem athuga þarf í líkams-
rækt. Svo bezt verður aukinn blóðstraumur að fullu liði,
að hann sé þrunginn hollustuefnum, en þau koma vitan-
lega öll úr matnum, sem maðurinn nejrtir. Verður matar-
æðið að vera svo alhæft, sem kostur er á. Auk þess er
einkum tvenns að gæta í sambandi við mataræðið. Ann-