Jörð - 01.12.1931, Blaðsíða 108
182 LÍKAMSRÆKT [Jörð
að er að fara vel með hin góðu efni: nfl. matreiða þau og
framreiða smekklega, en þó um fram allt að neyta þeirra
með góðu skapi (sbr. þakkargerðina, sem var borðsiður
Jesú og hinna fyrstu lærisveina hans, og hefir að vísu
tíðkast meira eða minna síðan meðal kristinna manna)
og tyggja hann vel — lapþunnan; þá verður hann melt-
ingarsöfunum auðunninn til hlítar, sem og gömul og við-
urkennd þjóðfræði indversk bendir til (»prana«), en Ind-
verjar hafa óralengi þekkt ýms frumstæð eðlislögmál
manna, sem vestræn vísindi eru nú fyrst að eygja með
sínum aðferðum. Iiitt atriðið, sem leggja verður allt sitt
heilbrigða brjóstvit í að gæta, er það að eta ekki óeðlilega
mikið. En það gera margir. Það sem maðurinn neytir
fram yfir þarfir líkamans, verður honum að byrði og
jafnvel verra en það. Líffærunum er ofþyrrgt með
því að fást við næringarefni, sem líkaminn þarf ekki að
nota. Þau ofreynast, eitt eða fleiri, með tímanum og sjúk-
dómur nær inngöngu. Eða hin ónotuðu efni setjast fyrir
í bandvefi líkamans sem fita, gera manninn þungan,
þreyttan og latan, og það þeim mun fremur sem offita
gerir öllum efnaskiftum og straumum líkamsvessanna
erviðara fyrir. Eða næringarefnin safnast fyrir á annan
hátt; bíða þess að berast burt í svita, öndun, saur og
þvagi; bíða von úr viti og verða á meðan að eiturefnum,
sem draga úr þrótti líkamans og valda óhreysti, vesöld,
veikindum. Eða um allt þetta er að ræða í senn.
Hófsemd, bindindissemi, reglusemi, smekkvísi, þehking,
þakkargerö eru aðalatriðin í ræktuðu mataræði.
Þá er að nefna böö. Er þar um að ræða ræstingu hör-
undsins, sem herzlu þess og aðra uppbyggingu. Heit böð
eru bezt til ræstingar; einu sinni eða tvisvar vikulega.
Köld böð, strokur með höndum og handklæði; sólböð og
loftböð. Taugakerfið nýtur sérstaklega góðs af böðum
ásamt hörundinu. Sömuleiðis lungun. Og er að vísu ekkl
vandalaust að fara með böð — fremur en önnur gæði í
lífinu.
Gott loft hefði kannske átt að nefna fyrst af öllu, því
það liggur eins og allra næst og má telja auðfengnast alls.