Jörð - 01.12.1931, Side 109
Jörð]
HUGREKKI BARNA
• 183
Hugrekki barna.
Eftir dr. Alfred Adler.
(Þýtt úr tímaritinu Phyaical Culture, október 1930).
F O R M Á L I eftir dr. Olgu Knopf. — Dr. Alfred Adler í Vín-
arborg er stofnandi aðferðar þeirrar í sálarfræði, sem kennd er
til sæinstaklingacc.1) Áður en hann sneri sér að sálarfræðinni, var
hann fullreyndur læknir. Ritgerðir hans hafa og ávallt verið auð-
kenndar af sameiningu vísinda og almennrar, heilbrigðrar skyn-
semi. Kemur það m. a. fram í því, að hann hefir ekki getað að-
hyllzt skoðanir þeirra sálarfræðinga nútímans, sem líta svo á, að
öll vandkvæði sálarlífsins eigi rót sína að rekja til kynferðismála.2)
|í mannlífinu hefir hann komið auga á þrjú meginatriði, er hver
maður verður við að fást: vinna, félagslíf, freyja.3) Gengisleysi í
lífinu stafar einkum af því að menn slcortir hugrehki, til að fást
’) »Individual Psychology«.
2) Einhver hinn helzti þeirra og jafnvel höfundur stefnunnar mun
vera Sigismund Freud, einnig búsettur í Vínarborg. Er hann og
höfundur sálgrenslunar, sem þykir merk aðferð í sálarlækning-
um. Sbr. »Geðveikin«, eftir prófessor Ágúst H. Bjarnason.
:i) Með orðinu »freyja« er hér átt við allt í lífi manns, sem er kyn-
ferðislega mótað.
Þó er þess vel að gæta, að í köldum húsum lands vors er
málið enganveginn auðvelt.
Slcírlífi og yfirleitt hreint hjarta er, svo sem nánar er vik-
ið að í greininni »Eðlisrækt« og aðeins drepið á fyr í þess-
ari grein, undirstöðuatriði, sem árangur líkamsræktar
veltur mjög á. Skírlífi, almennur álmgi, trú eru einhver
stórvirkustu atriðin í líkamsrækt. Jáhvæð hugsum. verður
að útrýma neikvæðri. Þetta er ekki krafa um meinlæta-
lifnað, heldur fagnaðarerindið um náttúrlegan lifnað.
Hver sem gengur alhuga og staðfastlega í trú á það lagið,
hann mun eignast í sjálfum sér sístreymandi uppsprettu
þess, er hver maður þráir öðru fremur: ævintýri lífsins,
fullnægju — lífið sjálft.