Jörð - 01.12.1931, Page 112
186 HUGREKRI BARNA . [Jörð
ekkert né dvínaði, þá myndi hann aldrei skorast undan
köllun vinnunnar, vináttu né sjafnarástar. Honum gæti
auðvitað skjátlast; af þess háttar reynslu lærum vér. En
hann myndi ekki brenna sig á sama soðinu tvisvar. Ein-
hver æðsta tegund hugrekkisbeinistaðþvíaðþora að vera
skeikull, eiga það á hættu að mistakast eða verða sann-
færður um að hafa haft rangt fyrir sér. Þessháttar mað-
ur mun verða góður verkmaður, því hann hefir fyllstu
eiginreynd. Honum mun verða tamt að gera það, er við á
í hvert sinn, og að baki hans mun verða röð raunverulegs
árangurs. Hann mun ávallt hafa mark fyrir augum, og
ljúka mun hann því, sem hann hefir byrjað á.
M A Ð U R þessi myndi reynast góður vinur, með því
að hann yrði ekki hræddur við að segja það, er honum
byggi í brjósti, og væri jafnframt áhugasamur um heill
vina sinna og myndi reynast til uppbyggingar í lífi þeirra
með því að leggja til þekkingu og trú, er hann hefði á-
unnið sér í sínu lífi. Aldrei myndi hann geyma reynslu
sína hjá sjálfum sér, unz hann sæi hana viðurkennda af
öðrum. Hví skyldi hann draga sig í hlé? Það væri heiguls-
hátturinn einber. Hann myndi reynast sannur elskhugi,
því að hann myndi ekki þurfa að eyða orku sinni í að
sannfæra sjálfan sig um, að hann elskaði í raun og veru;
og þar eð hann þyrfti heldur ekki að leggja verk í að
sannfæra sig um eigið manngildi, með því að bera sig
saman við aðra, þá myndi hann ekki óttast að missa ást
roaka síns; og hann myndi hafa lært, að eina leiðin til að
halda ást annars, er að vera til uppbyggingar og ánægju
í lífi hans.
Mistök og erviðleikar myndu ekki verða til annars en
að auka honum afl og þrótt. Hann myndi aldrei kenna í
brjósti um sig eða ætlast til sérstakrar tillitssemi. Hann
myndi vera önnum kafinn —, ekki yfir sjálfum sér, held-
ur — við köllun sína og tilefni líðandi stundar. Eina á-
stæðan til, að menn hugsa um sjálfa sig, er ótti — við að
missa að öðrum kosti af verðmætum lífsins. Ef að maður,
sem hugsar mest um sjálfan sig, gæti orðið trúaður á, að
: