Jörð - 01.12.1931, Síða 114
188 HUGREKKI BARNA [Jörð
auðvitað við menn með eðlilegum hæfileikum. Verður þá
hvað fyrst fyrir að leggja niður allar stofnanir, sem
skifta börnunum á þann hátt, að sum eru eins og ætluð
til herradóms, en önnur til undirmennsku. Einnig verður
að taka þá skóla, sem taka nokkurn veginn jafnt tillit til
allra, hvað sem gáfum líður, fram yfir þá, sem vanrækja
hin ógreindari vegna þeirra, sem greindari eru. Það er
kominn tími til að hverfa frá því að leggja megináherzl-
una á það í skólum, að leita uppi duldar sérgáfur, og ekki
ætti heldur að halda, eins mikið og gert hefir verið, upp
á yfirburði; heldur ætti abalmarkmiðið að vera að vekja
gáfur allra bamanna. Vor tími er ekki nógu trúaður á
máttuleikana til þess. Sá, er uppeldi hefir með'höndum,
ætti að kjósa sér aðferðir, sem bezt eru til þess fallnar að
örva eiginviðleitni nemendanna og efla hugrekki þeirra,
fram yfir þær, er leggja áherzlu á að halda þeim í skefj-
um. —
Hugsjónin verður að vera glögg og skiljanleg. Menn
hafa ekki leyfi til að aðhyllast neitt, sem þeir geta ekki
samrýmt skynsemi sinni. Sjálfstæði og sjálfstraust kenn-
ara og nemenda myndi vera öruggt til marks um, hvort
hugsjónin hafi í raun réttri náð skilningi þeirra eða ekki.
Uppeldismarkmiðið verður að geta fallið saman við al-
menna reynsluþekking aðiljanna. Hér virðist mér einka-
sálarfræðin koma að hinu mesta liði. Hún lítur á mamilif-
ió sem skö'punarviðleitni, þar sem keppt er að því að leysa
nokkurnveginn rétt úr þremur aðalviðfangsefnum mann-
lífsins: starfí, samlífi og freyju. Af þeirri staðreynd, að
lífið er sköpunarviðleitni, leiðir, að einungis hugrakkur
maður getur gefið sig af alhuga við því.
Hugsjónin v&rðmr að vera heillavænleg fyrir gervallt
mannfélagið. Sérhvert viðvik, sem er utan við þau vé-
bönd, hlýtur að rýra tilfinningu mannsins fyrir því, að
hann sé yfirleitt til einhvers, og þar af leiðandi trú hans
og hugrekki. Nýir erviðleikar og hefnd er ávallt hið lög-
bundna svar lífsins við kæruleysi um orsakalögmál þess.
Séu aðgerðir manns nokkurs gagnslausar, þá verður
hann þess fljótlega var, að hann er í óvinalandi. Hann