Jörð - 01.12.1931, Side 115
HUGREKKI BARNA
189
JörÖ]
mun með allskonar afsökunum, undanbrögðum og annari
sjálfsblekkingu reyna að snúa sér út tilfinningu þess, að
hann sé einhvers virði, en það er að bæta gráu ofan á
svart. Einkasálarfræðin hefir gert ljós undirstöðuatriði
hugrekkis: Því aöeins get ég verið hugrakkur, að ég finni
til þess, að ég sé til einhvers; því aðeins get ég fundið til
þess að ég sé til einhvers, að aðgerðir mínar séu gagnleg-
ar náungum minum.
Það má vera ljóst, að þessi þrjú meginatriði eru raun-
ar eitt, og geta vel dugað til að ganga út frá til nánari
rannsóknar á heppilegasta markmiðinu í uppeldi. Hvert
þeirra sýnir höfuðnauðsyn hugrekkis. Skipbrotsmenn lífs-
ins, garmar og glæpamenn, geta því aðeins unnizt aftur
til mannheima, að unnt verði að rækta upp í þeim hug-
rekki til þess metnaðar að vera einhvers megnugir á veg-
um heilbrigðrar skynsemi og samfélags.
Að lokum skulum vér rifja upp fyrir oss nokkur hvers-
dagsleg atriði, sem foreldrar og kennarar geta notað til
að styðja að þroska hugrekkis barna. f fyrsta lagi mega
aðiljar þessir ekki nota sér yfirburði þekkingar sinnar
og krafta, til að skipa barninu fyrir. Ef að barn hlýðir
vegna þess, að því er ekki gefinn _annars kostur, þá er
hugrekki þess þegar brotið á bak aftur. Foreldrar og
kennarar ættu að líta á börn sem jafningja sína. Því meir
sem þessi tilfinning um ranmverulegt mannlegt jafnræði
fær að koma í ljós, því minna sem foreldrar og kennarar
ætla sér þá dul að koma fram sem óskeikulir leiðtogar,
því líklegri eru börnin til að vaxa upp til sjálfbjarga hug-
rekkis.
Þá er næsta atriðið. Frá fyrsta degi æfinnar ætti barn-
inu að veitast tækifæri til eins mikils sjálfræðis og aldur
þess leyfir. Ekkert dregur fremur úr hugrekki bams en
að finna ávallt til þess, að það þurfi hjálpar við, hvort
heldur er til að leika sér eða annars. Ef að fullorðna fólk-
ið er alltaf órólegt barnanna vegna, þá hljóta þau að
venjast á þá hugmynd, að heimurinn sé nærri því of
hættulegur til að lifa í og lífið lítt bærilegt. Einkabörn
eru oft skemmd á þenna hátt. Er það ósjaldan vegna