Jörð - 01.12.1931, Page 118
192
TÍDÆGRA
[JÖl'ð
sínum á fávíslegasta hátt, fyr en varði. En Gíóvamui,'1)
svo hét frúin, var engu síður ráðvönd en fögur, og lét,
sem hún sæi ekki Federígó, né vissi, hvað honum leið.
Þannig hafði Federígó eytt fjármunum sínum til einskis,
unz hann átti ekkert eftir, sem teljandi væri, nemá kot
eitt og hauk, sem ekki átti líka sinn í víðri veröld. En
þrátt fyrir, að svona var komið fyrir honum, var svo
langt frá, að ást hans væri brunnin út, að logar hennar
urðu nú skærari en nokkru sinni fyr. Og nú sýndi hann
það, sem flestir hefðu svarið fyrir: að í rauninni var
hann skynsamur maður. Því þegar hann átti ekki annað
eftir en kotið og haukinn, þá sneri hann alveg við blað-
inu um líferni sitt; fluttist úr borginni út á kotið og hafði
með sér haukinn. Hafði hann nú ofan af fyrir sér með
dálitlum búskap, og bað engan mann hjálpar. Sjálfur
stundaði hann einkum dýraveiðar, og átti hann þá »hauk
í horni«, þar sem haukurinn var.
Þ A N N I G stóðu sakir, þegar maður frú Gíóvönnu
tók sótt og fann dauðann nálgast. Gerði hann þá erfða-
skrá sína og arfleiddi hálfvaxinn son sinn að öllum auð-
æfum sínum, sem voni geysimikil; en dæi hann á undan
móður sinni, án þess að láta eftir sig afkomendur, þá átti
hún, sem hinn deyjandi maður hafði elskað umfram alla
aðra, að erfa allan auðinn. Síðan dó hann. Frú Gíóvanna,
sem nú var orðin ekkja, fór þá á einn af búgörðum sín-
um, til þess að dvelja þar sumartímann. Nú vildi svo til,
að búgarður þessi lá upp að jörð Federígós;2) enda
kynntust þeir þá, hann og sonur frúarinnar. Varð piltur-
inn hugfanginn af dýraveiðum Federígós og þó einkum
hauknum, sem hann langaði mjög til að eignast; en kom
,sér þó ekki að því að fala hann, með því að hann vissi,
hvílíkar mætur eigandinn hafði á honum.
Síðla sumai's veiktist drengurinn, og það hættulega; og
var móðir hans alveg óhuggandi, því að sonur hennar
r) Frb. dsjíóvanna.
2) Hver veit nema hann hafi þess vegna haldið í kotið?! Þýð.