Jörð - 01.12.1931, Page 119
Jörð]
TÍDÆGRA
193
var henni hjartfólgnari en nokkuð annað undir sólinni.
Sat hún við rúm hans alla daga og hafði ekki hugsun á
öðru en að hughreysta hann og hjúkra honum. Sjálfsagt
tuttugu sinnum á sólarhring spurði hún hann„ hvort ekki
væri eitthvað, sem hann langaði í; og ef að það væri til,
hvar sem væri, þá skyldi hún einskis láta ófreistað, til að
útvega honum það, hvað sem það kostaði. Þegar drengur-
inn var búinn að heyra þetta svo oft, að hann var orðinn
alsannfærður um, að óhætt væri að taka það bókstaflega,
þá sagði hann einhverju sinni: »Elsku mamma! Ef að þú
gætir útvegað mér haukinn hans Federígós, þá held ég,
að mér myndi batna að fullu«. Gíóvönnu setti hljóða, er
hún heyrði þetta og hugsaði efnin um stund. Var henni
vitanlega kunnugt um, að Federígó hafði borið til henn-
ar ástarhug um langt skeið, og hverju hann hafði hent á
glæ hennar vegna; hinu hafði hún heldur ekki gleymt, að
aldrei hafði hún svo mikið sem brosað við honum. Þótti
henni því ærið viðurhlutamikið, að fala af honum hið
eina, sem hann átti eftir, sér til afþreyingar, af þessa
heims gæðum. Svaraði hún því engu bæn sonar síns, og
það enda þótt hún efaði ekki, að Federígó myndi láta
haukinn, jafnskjótt og hún nefndi það við hann. Liðu þó
ekki margar klukkustundir áður en móðurástin næði al-
veg yfirhönd, og frú Gíóvanna ákvæði að vinna allt til
þess, að gleðja bamið sitt. Fyrir kurteisissakir ásetti hún
sér meira að segja að fara sjálf; og sagði nú. við di'eng-
inn: »Vertu nú hughraustur, barnið mitt, og duglegur að
láta þér batna; því í fyrra málið skal ég láta það verða
mitt fyrsta verk að ná í haukinn handa þér«. Glaðnaði
svo yfir drengnum við þetta, að af honum virtist brá það,
sem eftir var dagsins.
Snemma næsta morguns fór frú Gíóvanna á skemmti-
göngu, með annari hefðarkonu; og komu þær, eins og af
tilviljun, að bæ Federígós. Veðrið var ekki sem ákjósan-
legast til fuglaveiða, og var hann því heimavið að ditta
eitthvað að. Vissi hann ekki fyr til, en vinnumaður kom
og sagði honum gestakomuna. Glaður og hissa flýtti hann
sér heim að bænum, og kom þá frúin á móti honum með