Jörð - 01.12.1931, Side 120
194
TÍDÆGRA
[Jörö
vinsamlegu brosi. Federígó heilsaði henni virðingarfull-
ur, og var þó auðséð á honum að hann gat ekki ráðið í,
hverju hann ætti að þakka hinn óvænta heiður. Tók þá
frú Gíóvanna svo til orða, glettin á svip: »Góðan daginn,
Federígó! Þá er ég nú komin, til að bæta þér tjónið, sem
þú hefir beðið af völdum þess, að þér hefir verið hlýrra
til mín en nauðsyn bar til. Ætla ég að sýna þér þá viður-
kenningu að snæða með þér miðdegisverð ásamt stall-
systur minni«. Federígó svaraði auðmjúklega: »Kærasta
frú! Ég minnist þess ekki að hafa beðið neitt tjón yðar
vegna, heldur hafið þér þvert á móti verið mér til svo
mikillar gleði, að heimsókn yðar, svona óbeðin, hingað í
fáækina til mín, virðist mér í beinu áframhaldi af vel-
gerðum yðar í minn garð. Mér þykir bara sárast, að geta
ekki brennt í einu á altari yðar á þessum heilladegi öllu
saman, sem ég hefi áður verið að smátína á það«. Að svo
mæltu leiddi hann hana feimnislega inn í fátæklegt hús-
ið og sýndi henni síðan garðinn sinn. Neyddist hann til
að biðja hana að setjast hjá gamalli garðyrkjukonu, á
meðan hann færi sjálfur inn að hugsa fyrir máltíðinni.
Þó að hann hefði átt við skort að búa, þá hafði hann,
allt fram að þessu, aldrei áttað sig fyllilega á, hversu
flónslega hann hafði sóað auðæfum sínum. En nú rann
það upp fyrir honum, þegar hann átti svo að segja engan
ætan bita, til að bera á borð fyrir konu þessa, en hafði
áður veitt hundruðum tíginna gesta hennar vegna; og
formælti hann nú fíflsku sinni. Hann hljóp fram og aft-
ur um húsið, út og inn, til þess að hafa upp á einhverju,
er boðlegt gæti heitið; — en það var ekki um að villast:
ekkert var til. Hins vegar var hann of stærilátur, til að
biðja nágranna að hlaupa undir bagga með sér. Loks varð
honum litið á haukinn, og datt í hug, að svo feitur fugl
hlyti að geta orðið herramannsmatur. Hafði hann engin
umsvif á því, heldur sneri haukinn samstundis úr háls-
liðum. En ekki hafði hann unnið annað verk áður, er hon-
um þætti örðugra. Henti hann svo fuglinum inn til elda-
buskunnar og bað hana að reita hann og steikja. Síðan
breiddi hann fannhvítan dúk á borðið — því ekki hafði