Jörð - 01.12.1931, Síða 122
19G
TÍDÆGRA
[JörÖ
frúnni fór ekki að lítast á blikuna, og var alveg að því
komin að segja, að hún gæti, eftir allt saman, ekki fengið
af sér að taka frá honum haukinn. En áður en hún gat
komið orðum að því, tók Federígó til máls og sagði:
»Göfuga frú! Síðan Guði þóknaðist að blása mér í brjóst
ást til yðar, þá hefir hamingjan verið mér móthverf í
einu og öllu, og vissulega hafa örlögin gengið nærri mér.
En hvað er það, sem áður hefir komið fram við mig, á
móti hörmung þeirri, sem ég nú verð að þola! Ég fyrir-
gef mér það aldrei! Að hugsa sér: Þér komið í fátækleg-
an kofa minn, til að biðja mig smávægilegrar bónar; þér
sem aldrei virtuð mig þess að heimsækja mig óboðin,
þegar ég var í allsnægtum; — og svo: að ég verð að láta
yður fara synjandi frá mér. Heyrið nú, hvernig í öllu
liggur. Þá þegar, er ég vissi af því, að þér ætluðuð að
veita mér þá sæmd að sitja við borð mitt, þá var ég með
allan hugann við, að útvega eitthvað til matar, sem hæfði
tign yðar. Þar eð nú haugurinn var dýrasta eign lífs
míns, þá kom mér það svo fyrir, að hann myndi verður
þess að koma á borð fyrir yður. Og þess vegna eruð þér
nú búnar að — neyta hans. Ég taldi mér trú um, að ég
hefði verið heppnismaður, að láta mér detta haukinn í
hug; en nú verð ég að játa með beizkju, að aldrei hefir
mér skjátlast hrapallegar. Ég held, ég fyrirgefi mér það
aldrei«. Að svo mæltu fleygði hann fuglshaminum fyrir
fætur frúarinnar, máli sínu til sönnunar.
Þegar Gíóvanna hafði heyrt frásögu hans, átaldi hún
hann í fyrstu fyrir, að deyða svo ágæta skepnu hennar
vegna; en gat þó ekki til lengdar orða bundizt um aðdáun
sína á höfðingsskap þeim, sem fátæktin hafði ekki megn-
að að hnekkja. En þar eð von hennar um að geta orðið
við ósk sonar síns, var að engu orðin, og hún auk þess
var orðin eii’ðarlaus af áhyggju um líðun hans, þá kvaddi
hún og fór. Og hvort sem það var af vonbrigðum eða af
því, að sjúkdómurinn hafi í sjálfu sér verið banvænn, þá
dó drengurinn nokkurum dögum seinna, móður sinni til
ósegjanlegs harms.