Jörð - 01.12.1931, Qupperneq 123
TÍDÆGRA
197
Jörð]
LIÐ U nú næstu missiri og kom þá þar að, að bræð-
ur Gíóvönnu hófu máls á því við hana, að hún ætti að
giftast aftur; bæði væri hún orðin vellauðug og væri auk
þess fögur ennþá og til þess að gera ung. Tók hún því
fjarri í fyrstu; en er þeir létu hana ekki í friði með for-
tölur sínar, þá kom henni til hugar, að til væri maður,
sem elskaði hana heitt og hafði sannað henni göfgi ástar
sinnar með því að fórna henni dýrustu eign fátæktar
sinnar, án þess að ætla henni að vita neitt af því. Mælti
hún þá við bræður sína: »Ef að þið viljið láta það eftir,
þá hefi ég ekkert á móti því að lifa áfram sem ekkja. En
ef að ykkur er það kappsmál, að ég gifti mig, þá vil ég
engan annan en Federígó!« Bræður hennar gerðu nú ó-
stinnt gys að henni fyrir þetta kátlega uppátæki. »Hvað
viltu honum«, spurðu þeir, »sem ekki á bót fyrir rassinn
á sér?« En Gíóvanna anzaði: »Bræður mínir! Víst er
hann allslaus maður. En ég vil heldur giftast manni, sem
vantar peninga, heldur en auði fjár, sem enginn maður
fylgir«. Þegar bræður hennar áttuðu sig á, að hún hafði
hugsað málið rækilega; og þar eð þeir þekktu Federígó
að því, að vera drengskaparmaður, sem bar fátækt sína
með sæmd, þá gerðu þeir honum viðvart um að biðja
Gíóvönnu, og gáfu honum hana ásamt öllum eignunum.
Kom þá í ljós, að Federígó kunni vel með fé að fara,
þegar hann hafði eignast konu, er hann elskaði af öllu
hjarta. Og nutust þau til dauðadags og áttu börn og buru.
m.
Sagan af Gríshildi góðu.
E N D U R fyrir löngu var jarl nokkur á Vallandi,
Valtari að nafni. Var hann ungur, er saga þessi hefst, en
þó af gelgjuskeiði. Lagði hann mikla stund á dýra- og
fuglaveiðar, en bar ekki 'á, að hann felldi hug til konu;
var það almennt talið honum til gildis. Höfðingjar þeir,
sem aðstoðuðu hann við landsstjórnina, voru samt á ann-