Jörð - 01.12.1931, Page 124
198
TIDÆGRA
[Jörð
ari skoðun. Kom þar, að þeir lögðu að honum allir sem
einn að festa sér konu; töldu að jarlsdæmið mætti eigi
ganga úr hinni frægilegu ætt hans og buðu að útvega hon-
um frú við hans hæfi. Valtari tók þá svo til orða: »Þess
krefjist þér af mér, sem mér er nauðugast. Því löngu varð
rnér Ijóst, að sárafáir hitta á konu, sem er við hæfi þeirra,
og sízt skuluð þér ætla yður þá dul að finna mér slíka
konu. En aumkunarverð er æfi þeirra, er »gengið hafa
undir ósamkynja ok«. Og eigi' er því að fagna, að hjóna-
bandi verði riftað, svo sem kunnugt er.1) En úr því þér
leggið svo fast að mér að kvænast, þá mun ég láta það
eftir yður með þeim skildaga, að ég velji mér konuna
sjálfur, en þér látið yður afdráttarlaust lynda kjör mitt«.
Höfðingjarnir kváðu sig harðánægða með svar jarlsins
og hétu því, er hann fór fram á.
Nú var svo mál með vexti, að Valtara hafði lengi litist
vel á fátæka bóndadóttur í nágrenninu. Gríshildur var
nafn hennara. Lét hann nú kalla föður hennar leynilega
fyrir sig og bað dóttur hans; en ekki stóð á samþykki
karls. Síðan stefndi hann saman höfðingjunum og mælti:
»óskir yðar taka nú að rætast. Hér í nágrenninu hefir
mér tekizt að hafa upp á mey, sem ég ber traust til. Hefj-
ið því samstundis undirbúning undir brúðkaupið og sjáið
um, að það verði öllum oss til skemmtunar og sóma«.
Svöruðu höfðingjarnir góðu til og hófu undirbúning-
inn með glaum og gleði. En Valtari lét hirðskraddara sinn
sauma fjölda ríkmannlegra fatnaða handa Gríshildi og
taka mál af ungri stúlku, sem var svipuð henni á vöxt.
Daginn, sém brúðkaupið skyldi hefjast, steig Valtari á
hestsbak ásamt höfðingjum og þjónum og lífverði og reið
heim til Gríshildar. Hittu þeir svo á, að hún var á harða-
hlaupum með vatn úr brunninum. Var hún að flýta sér
með verkin, svo að hún gæti horft á brúðkaupsdýrðina.
Því faðir hennar vissi einn um fyrirætlun Valtara. Jarl-
inn kallar þá á eftir henni, þar sem hún var að skjótast
inn, og spyr, hvar faðir hennar sé. Roðnaði Gríshildur við
Þýð.
J) 1 kaþólskum sið er hjónaskilnaður bannaður.