Jörð - 01.12.1931, Qupperneq 125
Jörð]
TÍDÆGRA
199
og svaraði, að hann sé inni. En jarlinn sveiflaði sér af
baki og fór inn með meynni og bað hennar í viðurvist
föður hennar, en bætti við: »Áður en þú svarar bónorði
mínu, vil ég að þú leysir úr eftirfárandi spurningu: Viltu
ganga að þeim skilyrðum, að vera mér ófrávíkjanlegá
hlýðin og eftirlát, reiðast mér aldrei, og láta þér alltaf
vera mest um það hugað að þóknast mér í smáu sem
stóru«. öllu þessu játaði Gríshildur. Tók hann hana þá
við hönd sér og leiddi hana utar fyrir og lét í viðurvist
föruneytis síns færa hana úr hverri spjör og skrýða hana
brúðkaupsklæðum. Því næst setti hann brúðarsveig á höf-.
uð henni og mælti við höfðingjana, sem ekki gátu dulið
undrun sína: »Hér getur að líta konu þá, er ég hefi mér
kjörna að brúði, ef að hún vill játast mér«. Sneri hann
sér því næst að meynni, sem orðin var rauð sem blóð og
mælti við hana: »Viltu taka mér sem eiginmanni!« En
hún svaraði: »Já, náðugi herra«. Kvað þá Valtari: »Og
ég vil taka þig mér að eiginkonu«. Var trúlofunin nú
fastbundin og tafarlaust haldið heim til hallar og hjóna-
vígsla framin með mikilli dýrð og gleði.
Gríshildur, sem hafði yndisfagra ásjónu og hið unaðs-
legasta vaxtarlag, er augum varð litið, var auk þess að
eðlisfari gædd svo miklum tíguleik og yndisþokka, að
engan, sem ekki vissi, hefði getað rennt grun í, að hún
væri af ótignum ættum. Þar sem hún nú jafníramt var
manni sínum einskær ástúð og auðsveipni, áleit Valtari
sig hamingjusamastan allra manna. Jafnframt var hún
án manngreinarálits náungum sínum svo 'holl og vin-
gjarnleg, að þeir hinir mörgu, sem í öndverðu höfðu álit-
ið, að Valtari hefði tekið bjánalega niður fyrir sig, urðu
nú sammála um, að hann hlyti að vera fádæma glöggur á
menn, úr því að honum hafði ekki dulizt hin göfuga, stór-
mannlega sál, sem fólst undir tötrum fátækrar bónda-
dóttur.
Fáum mánuðum eftir brúðkaupið varð Gríshildur þung^
uð að bami og fæddi, er tími hennar var kominn, ljóm-
andi fallegt meybarn. Var Valtara þetta mikið gleðiefni.
En stuttu seinna komu honum þau ósköp í huga, að reyna