Jörð - 01.12.1931, Síða 126
200
TÍDÆGRA
[Jörð
til þrautar þolinmæði konu sinnar. Hann gerbreytti öllu
viðmóti sínu við hana, talaði hranalega til hennar og álas-
aði henni seint og snemma, að höfðingjarnir í jarlsdæm-
inu væru alltaf að núa sér því um nasir, að hann hefði
gengið að eiga óbrotna bóndadóttur og væri nú í þokka-
bót búinn að eignast með henni krakka. Gríshildur hlust-
aði á hann stillilega og svaraði, að hún hefði ekki gleymt
því eitt andartak, hver hún væri og hvað hún ætti honum
upp að unna, og ætti hann með að gera, hvað sem honum
gott þætti, hvort heldur væri við sig eða barnið. Valtari
gladdist, er hann komst ekki fyrir rætu-rnar á hógværð
konu sinnar; en ekki hætti hann við að freista hennar j
samkvæmt því, er hann hafði hugsað sér. Fáeinum dög-
um seinna skipaði hann herbergisþjóni að fara inn til
Gríshildar og taka frá henni baniið. Kom nú hinn gamli,
trúi þjónn fullur blygðunar fram fyrir jarlsfrúna og
mælti: »Náðuga frú! Ég verð að hlýðnast fyrirskipunum
jarlsins. Hann hefir lagt fyrir mig að taka dóttur yðar
og....
Meiru fékk hann ekki stunið upp, en Gríshildur gat sér
strax til, að Valtari hefði skipað honum að fyrirfara
barni þeirra. Tók hún það tafarlaust upp úr vöggunni,
kyssti það og fékk það þjóninum, án þess að láta sér
bregða, þó að hjarta hennar æpti af angist. Við þjóninn
sagði hún: »Gerðu eins og húsbóndi þinn leggur fyrir.
Samt bið ég þig, að láta ekki villidýr eða hræfugla rífa
það í sig, nema hann hafi beinlínis tekið það fram«.
Hógværð Gríshildar snart Valtara mjög; en ekki datt
honum í hug að hlífa henni. Sendi hann þjóninn sam-
stundis með barnið til frænda síns, er var tiginn aðals-
maður í öðru ríki á Vallandi. Lagði hann svo fyrir, að
ala skyldi það upp hið kostgæfilegasta, en ekki skyldi það
fá að vita um ætt sína.
Liðu nú nokkur ár svo, að ekki bar til tíðinda. Varð
Gríshildur þá enn barnshafandi og fæddi son; virtist
Valtara það mikið gleðiefni. Ekki var hann samt á því
að sleppa henni við frekari raunir og mælti dag nokkurn
við hana, þungur á svip: »Síðan þú ólst þenna son, Grís-