Jörð - 01.12.1931, Qupperneq 127
TíDÆGRA
201
Jöró]
hildur, hefi ég hreint engan frið fyrir höfðingjunum í
jarlsdæminu. Meiga þeir ekki til þess híigsa, að dóttur-
sonur sauðasmala ráði ,hér ríkjum eftir minn dag. Eg er
þessvegna hræddur um, að ég neyðist til að gera á ný
það, sem ég hefi þegar orðið að gera einu sinni áðui.
Meira að segja getur farið svo, að ég komist ekki hjá, að
segja skilið við þig og fá mér aðra konu«. Gríshildur
hlustaði á hann með stillingu og svaraði: »Hugsaðu elcki
um annað, en hvað þér er fyrir beztu. Ég er ánægð með
það, sem þér þykir gott«. Fáum dögum seinna lét jarlinmv
taka barnið frá henni og sendi það á laun til fósturs, hjá
frænda sínum. En Gríshildur lét hvorki í orði né æði bera
á örvæntingu sinni. Þótti Valtara það undrum sæta, með
því að hann vissi fullvei, hversu hún unni börnunum.
Enginn dró í efa, að jarlinn héfði látið fyrirfara börnun-
um. En þegar menn vorkenndu Gríshildi, að hún skyldi
eiga slíka ófreskju að eiginmanni, þá svaraði hún, að hún
væri í öllu tilliti ánægð með mann sinn og sér finndist
ekkert á hluta si'nn gert.
Liðu enn fram stundir og voru nú fimmtán ár liðin frá
fæðingu dóttur jarlshjónanna. Taldi Valtari þá kominn
tíma til að leggja úrslitaraunina á konu sína. Sagði hann
henni og hverjum, sem heyra vildi, að hann sæi nú eftir
léttúð æsku sinnar og ætlaði að sækja um páfaleyfi, til að
reka konu sína frá sér og kvænast að nýju. Gríshildur
tók þessu sem öðru, er á undan var gepgið, og bjó sig
kyrrlátlega undir það að hverfa aftur til kofa-föður síns
og hirða fé, eins og forðum daga, á meðan önnur nyti ásta
hans, er hún unni heitar en eigin lífi. Valtari lét nú falsa
páfabréf og tilkynnti því næst höfðingjunum í jarlsdæm-
inu, að hann væri búinn að fá leyfi til að reka Gríshildi
frá sér og taka sér aðra konu. Við hana sjálfa sagði hann
í margra áheyrn: »Páfinn hefir veitt samþykki sitt til,
að hjónabandi okkar verði slitið. Er það ósk mín, að þú
hverfir heim í föðurgarð með þeim heimanmundi, er þú
færðir mér. Mun ég taka til mín aðra konu, sem mér
virðist hæfari til þess hlutverks«.- Með herkjubrögðum
tókst Gríshildi að halda aftur af tárum sínum og örviln-
14