Jörð - 01.12.1931, Page 129
TfDÆGRA
203
Jörðj
hildi í hjai-tað sem hnífstunga, og hafði aldrei áður verið
reynt jafn grimmdarlega á hógværð hennar. En hún svar-
aði honum ekki öðru en því, að hún væri reiðubúin til að
hlýða óskum hans og tók tafarlaust til starfa. Þegar hún
hafði komið höllinni í það lag, sem henni líkaði, sendi
hún út veizluboðin til frúa og jungfrúa, og, er þær komu,
tók hún á móti þeim í tötrum sínum með tignarþokka
tiginborinnar konu.
Valtari hafði gert frænda sínum orð að koma með bæði
börnin og svo glæsilegu föruneyti, að ekki yrði annað
álitið, en að mærin væri hin umrædda brúður. Gerðl
frændi hans nákvæmlega eins og fyrir hann var lagt. En
Gríshildur tók á móti hinni ungu stúlku og bauð hana
vingjarnlega velkomna. Því næst var setzt að borðum og
var Gríshildur ekki nema ástúðin við hina ungu brúði og
bróður hennar litla.
Valtari, sem þekkti konu sína og vissi, hve nærri henni
hann gekk, áleit nú óhætt að hætta þessum leik og spurði
hana brosandi, hversu henni gætist að nýju konunni hans.
»Náðugi herra«, svaraði Gríshildur. »Mér finnst hún
yndisleg; ef að hún reynist eins og hún kemur fyrir, þá
efa ég ekki, að þér verðið hamingjusamur við hlið henn-
ar. Þó bið ég yður innilega að hlífa ungu hjarta hennar
við stungum, sem önnur, er fyrr var yðar, varð að þola.
Ég óttast, að hún myndi eigi fá afborið þær; að sumu
leyti fyrir æsku sakir, en að sumu leyti' vegna þess, að
hún hefir alizt upp í meðlæti, og því ekki eins hæf til að
þola mótlæti og hin, er vanizt hafði harðrétti frá blautu
barnsbeini«.
Er Valtari heyrði hana tala af slíku ástríki og still-
ingu, gat hann ekki lengur dulið tár sín og breiddi út
faðminn og sagði: »Þú ein ert mín heittelskaða kona,
elsku Gríshildur mín. Mærin, sem þú hélzt brúði mína,
hún er dóttir okkar beggja. Og bróðir hennar litli er son-
ur okkar. Héðan í fá skal ég verja lífi mínu til að vernda
hamingju þína«. Gríshildur féll nú að brjósti hans, grát-
andi og nærri magnstola af gleði, en Valtari þrýsti henni
að sér og kyssti hana aftur og aftur.
H*