Jörð - 01.12.1931, Blaðsíða 130
204 ■ BOCCACCIO [Jörð
Boccaccio.
É G H E L D að ég hafi verið 11 eða 12 ára, þegar
kunningi minn, nokkuru eldri, bráðgreindur bókabéus,
sagði mér sem aðra hvalsögu — og þó öllu heldur sem
liéfði hann fundið peninga, grafna í jörð — frá því, að
nýkomin væri dönsk' bók í búð þar á Akureyri, sem héti
Decameron1) og væri eftir mann að nafni Boccaccio.2)
Væri hún stakasta »orkan-glás« (man ekki, hvernig það
var orðað þá og veit ekki, hvernig það er gert nú!) af
bókum til; eiginlega alveg ótrúleg.... Hann var að stelast
íí hana í búðinni og ráðlagði mér, að setja mig ekki úr
færi. Á næstu árum laumaðist ég fáeinum sinnum til að
lesa í bókinni þar, sem ég rakst á hana af hendingu; og
þá helzt sögur, er ég þóttist viss um, að »bragð« væri að.
Nú hefi ég vitanlega fyrir æðitíma lesið »Decameron«
spjaldanna á milli og nú er mér spurn: Á bókin það skil-
ið, að farið sé með hana líkt og mannsmorð?
J) Frb. dekameron (áherzla á a). — 2) Frb. bokkatsjíó.
Því næst leiddi hann hana til dóttur þeirra, sem var
orðlaus af undrun, og föðmuðu þau hana og son sinn að
sér, og grét Gríshildur yfir þeim fögrum feginstárum.
Nokkrar hefðarkonur fóru nú með hana í annað her-
bergi, til að klæða hana í jarlsfrúarskrúða, en fagnaðar-
læti gestanna tóku yfir. Hylltu þeir hana með lotningu,
er hún kom aftur með hinum fyrri tignarmerkjum sín-
um. Breyttist nú allur bragur veizlunnar, og var það
haft fyrir satt, að ekki myndu menn þvílíka gleði í neinni
veizlu á Vallandi.
Tók jarlinn nú og tengdaföður sinn til sín og sýndi
honum ávallt fölskvalausa virðingu, en jarlshjónin lifðu
í óraskaðri ást og hamingju til æfiloka.