Jörð - 01.12.1931, Síða 132
206
BOCCACCIO
[Jörð
ustu hnittni. En hvort heldur sem er, þá er það borið uppi
af karlmannlegri hugprýði, og hafa oftast þeir tímar
verið, að þurft hefir hugprýði með, til að tala frjálslega
um efni, sem mannlegu lífi eru tengd viðkvæmum bönd-
um.
Annars er ekkert fjær bókinni en prédikun í einu og
öllu. Yfirleitt bera sögurnar blæ hlutlausrar frásagnar
— eru lýsing mannlífsins í þess fjölbreyttu myndum;
allt í sama hispurslausa frásagnarhættinum, hið göfuga
sem hið auðvirðilega, hið alvöruþrungna sem hið léttúð-
uga. Er því ekki að neita, að jafnvel sé óþarflega langt
gengið í hlutleysinu: soralegar lýsingar eru þar til; ýmis-
legt svaðalegt; léttúðin virðist ósjaldan njóta þeirrar
samúðar höfundarins, sem haft geti villandi áhrif á lítt
þroskaða lesendur, þegar skakkt er að lestrinum staðið,
sem oft mun hafa verið. Er því engan veginn að neita, að
Decameron er tvíeggjað sverð; — en er ekki minnkun
að því uppeldi, sem reynir að loka góðri bók almenns
mannlegs efnis fyrir æskulýðnum af því, að hvorki er
hún gallalaus né heldur vandalaus meðferðar yfirleitt;
stimplar hana þar með sem klámrit og kemur æskulýðn-
um til að lesa hana á hinn ónáttúrlegasta hátt. Á hér ekki
miklu fremur við reglan fomhelga: »Látið kyrrt illgres-
ið, svo að þér rykkið ekki upp hveitinu með því. Á upp-
skerudeginum verður það hvort eð er aðskilið?«
Vér teljum að vísu engan veginn æskilegt, að almenn-
ingur unglinga þessa tíma lesi Decameron. En það er
ekki áfellisdómur um bókina. »Vegna hjartaharðúðar yð-
ar leyfði Móse hjónaskilnað«, sagði Jesús. Vegna rang-
snúins aldaranda er ekki ósennilegt, að halda verði eftir
megni mörgum unglingnum frá bók þessari. En þar sem
tök eru á alúðlegri, víðsýnni, drengilegri handleiðslu, ættl
hinn þroskaði maður ekki að telja eftir sér að veita hana,
þegar þess væri leitað og jafnvel óbeðið, hvort heldur er
í skóla, heimili, félagi eða á almennari vettvangi kunn-
iiigsskapar.
»Ég bið þig ekki, að þú takir þá úr heiminum, heldur
að þú varðveitir þá fyrir illu«.