Jörð - 01.12.1931, Blaðsíða 133
BOCCACCIO
207
Jörð]
BOCCACCIO var uppi á öndverðu tímabili því
hinu frábæra í menningarsögunni, er Emlurlifnunaröld
nefnist. Hófst það í ítalíu og náði þar mestum þroska,
undursamlega þróttmiklum og fjölskrúðugum. Má rekja
þangað að verulegu leyti allar hinar margþættu og hrað-
stígu framfarir seinni tíma. Á sviði lista ui'ðu ávextir
hinnar ítölsku »endurlifnunar« sérstaklega frábærir,
náði myndlist þá mestri fegurð og framför, sem þekkist í
listasögunni, síðan á blómaöld forngrísku listarinnar. En
einmitt í forngrísku (hellensku) og fomrómversku menn-
inguna sótti »endurlifnunin‘« hugsjónir sínar og fyrir-
myndir. Er af því nafnið »endurlifnun«, að talið var, að
hin forna grískrómverska hámenning væri að lifna við
eftir dvala (»myrkur«) miðaldanna. í raun og veru mun
innsta vitrun Endurlifnunartímabilsins, frumlegasta og
áhrifamesta tillag þess til framtíðarmenningarinnar hafa
legið í skilningi og samúð og trausti gagnvart öllu sem
mannlegt er, náttúrlegt og almennri skynsemi samkvæmt.
Verður ekki farið nánar út í að lýsa þessu að sinni. Að
eins tekið fram að lokurn, að væntanlega má skilja af
framanskráðri lýsingu á Decameron, að Boccaccio á
sér óhagganlegan stað í Endurlifnunarstefnunni. Enda
sannleikurinn sá, að hann var einn af fyrstu og fremstu
brautryðjöndunum. Sem fræðimaður vann hann mikið og
merkilegt verk að því að kynna löndum sínum hinar
fornu bókmentir. Sem skáld skapaði hann ítalska ritmál-
iðJ) og smásöguaðferðina í bókmenntum; auk hins, sem
fyr var frá sagt um andann í Decameron, og í því efni
markar glöggt og djarft stefnu tímabilsins.
f DECAMERON. er talið svo, að sögumar 100
séu sagðar á 10 dögum, og er það gefið í skyn í nafninu,
sem er tekið úr Grísku. Nefnum vér það »TícUegru« hér í
»Jörð«. Er það ætlun vor að birta sögu úr »Tídægru«
í hefti hverju fyrst um sinn, einkum slíkar sem
í senn gefa réttar hugmyndir um listaverkið, eins og það
i) Áöur hafði þó Davte, hinn stórfelldi andi, orkt kvæöi sín og
skáldverk í bundnu máli á ítölsku.